Stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir færri sjúklinga Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 17:00 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að heilbrigðiskerfið sé að takast á við sína stærstu áskorun frá því að faraldurinn hófst. Þó færri Covid-sjúklingar séu á sjúkrahúsi nú en þegar mest lét árið 2020 séu aðstæður að mörgu leyti óhliðhollari en áður. Til að mynda sé erfiðara að eiga við sjúklingafjöldann þegar fleiri starfsmenn eru komnir í einangrun og sóttkví og margir búnir að vera undir langvarandi álagi. 150 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 95 í sóttkví. „Við búumst við miklum erfiðleikum núna og í fyrstu bylgju þá var samfélagið líka allt í hægagangi, það voru færri slys og minna um veikindi og þess vegna færri innlagnir, til dæmis á gjörgæslu. Nú er samfélagið á miklu meiri snúningi og þessar tölur sem við erum að vísa til, eins og fjöldi gjörgæslusjúklinga, kemur ofan á þá sem fyrir eru vegna ýmissa annarra orsaka. Svo það er mjög mikilvægur munur,“ sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19. Staðan fari líka heldur versnandi á bráðamóttökunni. 45 á spítalanum með Covid-19 Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi frá 28. desember sem er hæsta viðbúnaðarstig spítalans. 45 sjúklingar liggja inni á spítalanum með Covid-19. 39 eru með virkt smit og sex glíma við eftirköst. Sjö eru á gjörgæsludeildum og fjórir í öndunarvélum. Hefur fjöldi Covid-sjúklinga á spítalanum nær tvöfaldast síðan á nýársdag þegar þeir voru 23 talsins. Af þeim 45 sem liggja núna inni á spítalanum eru 29 þar vegna Covid-19, óvissa er um fimm og ellefu liggja inni vegna annarra veikinda. Fjórar innlagnir voru í gær vegna Covid-19. Til samanburðar voru 75 sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum þann 6. nóvember 2020. Þar af voru fjórir á gjörgæslu. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundinum að þegar tekið er tekið er tillit til þess hlutfalls greindra sem lendir á spítala sýni spálíkön að um 70 verði á sjúkrahúsi áður en langt um líður og 20 á gjörgæslu. Um sé að ræða svokallaða meðalspá og fjöldinn geti því reynst verða meiri eða minni. Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Líka mikið álag á öðrum heilbrigðisstofnunum Alma sagði að álag hafi sömuleiðis aukist á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að undanförnu. Staðan á sjúkrahúsinu á Akureyri sé viðráðanleg en þó hafi þurft að fresta skurðaðgerðum sem þola bið. Faraldurinn hafi sömuleiðis haft mikil áhrif á heilsugæsluna en um 10% starfsmanna heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru til að mynda í einangrun eða sóttkví. Einnig eru dæmi um að heimilismenn á hjúkrunarheimilum hafi greinst með Covid-19 þar sem starfsfólk er gjarnan frá vegna sóttkvíar eða einangrunar, að sögn Ölmu. Hvatti hún fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveita heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Til að mynda sé erfiðara að eiga við sjúklingafjöldann þegar fleiri starfsmenn eru komnir í einangrun og sóttkví og margir búnir að vera undir langvarandi álagi. 150 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 95 í sóttkví. „Við búumst við miklum erfiðleikum núna og í fyrstu bylgju þá var samfélagið líka allt í hægagangi, það voru færri slys og minna um veikindi og þess vegna færri innlagnir, til dæmis á gjörgæslu. Nú er samfélagið á miklu meiri snúningi og þessar tölur sem við erum að vísa til, eins og fjöldi gjörgæslusjúklinga, kemur ofan á þá sem fyrir eru vegna ýmissa annarra orsaka. Svo það er mjög mikilvægur munur,“ sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19. Staðan fari líka heldur versnandi á bráðamóttökunni. 45 á spítalanum með Covid-19 Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi frá 28. desember sem er hæsta viðbúnaðarstig spítalans. 45 sjúklingar liggja inni á spítalanum með Covid-19. 39 eru með virkt smit og sex glíma við eftirköst. Sjö eru á gjörgæsludeildum og fjórir í öndunarvélum. Hefur fjöldi Covid-sjúklinga á spítalanum nær tvöfaldast síðan á nýársdag þegar þeir voru 23 talsins. Af þeim 45 sem liggja núna inni á spítalanum eru 29 þar vegna Covid-19, óvissa er um fimm og ellefu liggja inni vegna annarra veikinda. Fjórar innlagnir voru í gær vegna Covid-19. Til samanburðar voru 75 sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum þann 6. nóvember 2020. Þar af voru fjórir á gjörgæslu. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundinum að þegar tekið er tekið er tillit til þess hlutfalls greindra sem lendir á spítala sýni spálíkön að um 70 verði á sjúkrahúsi áður en langt um líður og 20 á gjörgæslu. Um sé að ræða svokallaða meðalspá og fjöldinn geti því reynst verða meiri eða minni. Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Líka mikið álag á öðrum heilbrigðisstofnunum Alma sagði að álag hafi sömuleiðis aukist á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að undanförnu. Staðan á sjúkrahúsinu á Akureyri sé viðráðanleg en þó hafi þurft að fresta skurðaðgerðum sem þola bið. Faraldurinn hafi sömuleiðis haft mikil áhrif á heilsugæsluna en um 10% starfsmanna heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru til að mynda í einangrun eða sóttkví. Einnig eru dæmi um að heimilismenn á hjúkrunarheimilum hafi greinst með Covid-19 þar sem starfsfólk er gjarnan frá vegna sóttkvíar eða einangrunar, að sögn Ölmu. Hvatti hún fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveita heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29
45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43