Veitingamenn látnir sitja á hakanum: „Tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 22:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir að veitingageirinn hafi verið skilinn eftir þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar fyrir jól. Óvissan sé líklega erfiðasti þátturinn enda séu sóttvarnaaðgerðir kynntar með skömmum fyrirvara og þá stuttur tími til að bregðast við. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira