Áfall að vera enn á þeim stað að loka börum Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 23:35 Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri segir hertar samkomutakmarkanir mikið áfall. Þrátt fyrir umfangsmiklar bólusetningar virtust Íslendingar á sama stað og áður. „Það er náttúrulega gríðarlegt áfall þegar við erum komin á þriðja ár í baráttunni við veiruna að við séum aftur komin á þennan stað. Að loka börum og herða aðgerðir gegn veitingageiranum.“ Þetta sagði Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri og eigandi Skúla Craft Bar, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um hertar sóttvarnaraðgerðir. Hann sagði að þrátt fyrir að búið væri að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og byrjað að bólusetja börn værum við Íslendingar enn á sama stað. Björn sagði forsvarsmenn SVEIT búna að vera í miklum samtölum við stjórnvöld undanfarnar vikur um efnahagsaðgerðir og neyðaraðstoð. „Við erum búin að benda á ýmislegt sem hefði mátt fara betur og erum búnir að binda miklar vonir við að það kæmu sterkar aðgerðir núna. Komnir eru tveir mánuðir síðan að aðgerðir voru hertar verulega.“ Sjá einnig: Tíu mega koma saman Hann sagði meðlimi samtakanna bjartsýn og ánægð með að verið væri að koma til móts við þau. Þau vonuðust eftir verulegum styrk inn í þennan geira enda væri þörf á honum. Aðspurður um aðgerðir varðandi veitingastaði sagði Björn það hálfgerðan bjarnargreiða. „Að leyfa þeim að halda áfram að vera með tuttugu manna hólf, þar sem að skilaboðin frá sóttvarnayfirvöldum eru þau að þú átt ekki að fara út að hitta fólk,“ sagði Björn. „Það er ekki mikið af fólki í bænum og nú verður það enn færra. Líklega væri bara betra ef þeim yrði lokað eins og börum. Þá sagðist Björn að aðgerðir með svo stuttum fyrirvara yllu alltaf tjóni en þau í geiranum vonuðu það besta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Það er náttúrulega gríðarlegt áfall þegar við erum komin á þriðja ár í baráttunni við veiruna að við séum aftur komin á þennan stað. Að loka börum og herða aðgerðir gegn veitingageiranum.“ Þetta sagði Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri og eigandi Skúla Craft Bar, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um hertar sóttvarnaraðgerðir. Hann sagði að þrátt fyrir að búið væri að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og byrjað að bólusetja börn værum við Íslendingar enn á sama stað. Björn sagði forsvarsmenn SVEIT búna að vera í miklum samtölum við stjórnvöld undanfarnar vikur um efnahagsaðgerðir og neyðaraðstoð. „Við erum búin að benda á ýmislegt sem hefði mátt fara betur og erum búnir að binda miklar vonir við að það kæmu sterkar aðgerðir núna. Komnir eru tveir mánuðir síðan að aðgerðir voru hertar verulega.“ Sjá einnig: Tíu mega koma saman Hann sagði meðlimi samtakanna bjartsýn og ánægð með að verið væri að koma til móts við þau. Þau vonuðust eftir verulegum styrk inn í þennan geira enda væri þörf á honum. Aðspurður um aðgerðir varðandi veitingastaði sagði Björn það hálfgerðan bjarnargreiða. „Að leyfa þeim að halda áfram að vera með tuttugu manna hólf, þar sem að skilaboðin frá sóttvarnayfirvöldum eru þau að þú átt ekki að fara út að hitta fólk,“ sagði Björn. „Það er ekki mikið af fólki í bænum og nú verður það enn færra. Líklega væri bara betra ef þeim yrði lokað eins og börum. Þá sagðist Björn að aðgerðir með svo stuttum fyrirvara yllu alltaf tjóni en þau í geiranum vonuðu það besta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48