Hópsmit um borð í Baldvin Njálssyni: „Orðin spurning um heppni hvort menn sleppi út á sjó“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 10:58 26 af 28 skipverjum á Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Nesfiskur Tuttugu og sex af tuttugu og átta skipverjum á frystitogaranum Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Skipstjóri togarans segist þakklátur heilbrigðisyfirvöldum en allt hafi gengið upp eins og í smurðri vél þegar grunur um smit kom upp um borð. Arnar Óskarsson, skipstjóri togarans, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið svekkjandi þegar grunur um smit kom upp meðal áhafnarinnar. Skipið sé nefnilega glænýtt, það kom til landsins 3. desember og áhöfnin á leið á fyrsta alvöru túrinn þegar einhverjir skipverja fóru að kvarta yfir flensueinkennum. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Við erum að starta nýju skipi en þetta er bara svona. Við fórum allir í PCR-próf og allir í hraðpróf og þetta læddist um borð,“ segir Arnar. Baldvin var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Þá var sú ákvörðun tekin að snúa við og sigla til Hafnarfjarðar, þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir til að skima skipverja fyrir veirunni. Til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona útbreitt. Við fengum frábæra þjónustu hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það kom bara bíll og tók sýni af allri áhöfninni og niðurstaðan komin strax um kvöldið,“ segir Arnar. „Þetta gekk allt smurt. Það má hrósa þessu kerfi vel, það svínvirkar.“ Hann segir veiruna hafa verið stærstu áhyggjurnar þegar þeir lögðu af stað í túrinn. Ekki það að þeir væru á nýju skipi með nýjan búnað. „Þetta er bara orðin spurning um heppni, hvort menn sleppi út á sjó þegar þetta er orðið svona útbreitt. En á móti kemur að kannski er bara best að við fengum þetta allir, þá erum við sloppnir við þetta.“ Tvær áhafnir eru á Baldvin, sem skiptast á að fara. Áætlað er þó að þessi sama áhöfn fari út á honum þegar allir skipverjar eru lausir úr einangrun. „Það er nú meiningin að við förum bara aftur þegar þetta er gengið yfir. Ætli við förum ekki út í byrjun næstu viku. Það er verið að sótthreinsa skipið og svo verðum við bara að bíða. “ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Arnar Óskarsson, skipstjóri togarans, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið svekkjandi þegar grunur um smit kom upp meðal áhafnarinnar. Skipið sé nefnilega glænýtt, það kom til landsins 3. desember og áhöfnin á leið á fyrsta alvöru túrinn þegar einhverjir skipverja fóru að kvarta yfir flensueinkennum. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Við erum að starta nýju skipi en þetta er bara svona. Við fórum allir í PCR-próf og allir í hraðpróf og þetta læddist um borð,“ segir Arnar. Baldvin var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Þá var sú ákvörðun tekin að snúa við og sigla til Hafnarfjarðar, þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir til að skima skipverja fyrir veirunni. Til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona útbreitt. Við fengum frábæra þjónustu hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það kom bara bíll og tók sýni af allri áhöfninni og niðurstaðan komin strax um kvöldið,“ segir Arnar. „Þetta gekk allt smurt. Það má hrósa þessu kerfi vel, það svínvirkar.“ Hann segir veiruna hafa verið stærstu áhyggjurnar þegar þeir lögðu af stað í túrinn. Ekki það að þeir væru á nýju skipi með nýjan búnað. „Þetta er bara orðin spurning um heppni, hvort menn sleppi út á sjó þegar þetta er orðið svona útbreitt. En á móti kemur að kannski er bara best að við fengum þetta allir, þá erum við sloppnir við þetta.“ Tvær áhafnir eru á Baldvin, sem skiptast á að fara. Áætlað er þó að þessi sama áhöfn fari út á honum þegar allir skipverjar eru lausir úr einangrun. „Það er nú meiningin að við förum bara aftur þegar þetta er gengið yfir. Ætli við förum ekki út í byrjun næstu viku. Það er verið að sótthreinsa skipið og svo verðum við bara að bíða. “
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45
45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?