Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 14:00 Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að faraldur inflúensu samhliða faraldri kórónuveiru muni þyngja róðurinn hjá heilbrigðisstofnunum í Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12
Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30