Þrír Íslendingar meðal þrjátíu bestu handboltamanna heims Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 14:15 Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á fimmtíu manna lista sem TV2 gaf út yfir bestu handboltamenn heims. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Norski miðillinn TV2 hefur sett saman lista yfir 50 bestu handboltamenn heims. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa á listanum og er enginn þeirra neðar en 28. sæti. Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti. Handbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Einmitt í 28. sæti situr Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson sem leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. „Þegar við töldum að blómaskeiðinu væri að ljúka eftir að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru að stíga sín síðustu skref tekur næsta kynslóð stórt skref upp á við. Elísson hefur verið frábær í vinstra horninu fyrir Lemgo í nokkur ár og er við það að festa sig í sessi sem einn sá besti í heiminum í sinni stöðu,“ segir í umfjöllun TV2. Bjarki Már er einn besti vinstri hornamaður heims samkvæmt umfjöllun TV2.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í 20. sæti listans situr Aron Pálmarsson, leikmaður Aalborg í Danmörku. Aron hefur um árabil verið talinn einn af betri handboltamönnum heims, og Hafnfirðingurinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. „Ofurhæfileikaríkur og hefur spilað með öllum bestu liðum Evrópu. Þreytti frumraun sína í efstu deild á Íslandi aðeins 15 ára gamall,“ segir meðal annars í umsögn TV2. TV2 metur það sem svo að Aron Pálmarsson sé 20. besti handboltamaður í heimi.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Efstur Íslendinga á listanum er íþróttamaður ársins 2021, Ómar Ingi Magnússon, í 19. sæti. Ómar var markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili og með Magdeburg varð Selfyssingurinn Evrópumeistari og Heimsmeistari félagsliða á síðasta ári. „Þessi 24 ára gamli leikmaður varð markahæstur á sínu fyrsta tímabili í bestu deild heims. Hann skoraði 274 mörk og enginn hefur skorað fleiri mörk í deildinni síðan Savas Karipidis skoraði 282 tímabiliði 2008-2009.“ Ómar Ingi Magnússon er efstur Íslendinga á listanum.EPA-EFE/Tamas Kovacs Í efsta sæti listans situr Frakkinn Dika Mem, leikmaður Barcelona. Á eftir honum koma Alex Dujsjebajev í öðru sæti, Norðmaðurinn Sander Sagosen í þriðja og Danirnir Mathias Gidsel og Niklas Landin í fjórða og fimmta sæti.
Handbolti Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn