MG þrefaldaði söluna í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. janúar 2022 07:00 MG fjölskyldan Mikill vöxtur var í starfsemi sölu- og markaðsmála bílaframleiðandans MG í Evrópu á síðasta ári, þar sem þreföldun varð í bíla miðað við 2020 og 67% fjölgun á sölu- og þjónustuumboðum. Sambærilegur vöxtur var í sölu MG hér á landi, þar sem 200 bílar voru nýskráðir samanborið við 62 árið 2020. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fréttatilkynningu frá BL, umboðsaðila MG á Íslandi. Marvel R vinsæll Mest seldi MG-inn á Íslandi á síðasta ári var rafbíllinn ZS EV, en hann var jafnframt fyrsti bíllinn sem núverandi eigandi merkisins markaðssetti í Evrópu í júní 2020. Næst söluhæstur var tengiltvinnbíllinn EHS og loks kom nýjasta afurðin frá MG; rafbíllinn Marvel R, sem raunar hafði bara síðasta mánuð ársins til að keppa við fjölskyldubílana ZS og EHS. Það gerði hann glimrandi vel því alls voru 49 slíkir nýskráðir á þeim u.þ.b. 30 dögum sem voru til loka ársins. MG5 MG5 fyrsti rafknúni skutbíllinn Mikil eftirspurn hefur verið eftir Marvel R meðal landsmanna frá því að hann var kynntur og segja söluráðgjafar BL að spennandi verði að sjá þróunina á þessu ári, því ásamt vinsældum Marvel R er nýr bíll í viðbót væntanlegur frá MG á þessu ári. Sá verður jafnframt fyrsti 100% rafknúni skutbíllinn (station) á bílamarkaðnum. Það er MG5 Station Wagon, sem mikils er vænst af vegna rýmisins sem höfða mun til margra, ekki síst barnafjölskyldna. MG5 verður kynntur í helstu markaðslöndum Evrópu í mars og er væntanlegur til BL í júní. Hér má sjá myndband frá REC Anything um MG5. MG á Evrópumarkaði Á síðasta ári nýskráði MG 52.546 bíla í Evrópu, flesta af gerðinni ZS, og var Frakkland helsti markaður framleiðandans í álfunni. Þegar MG Motor Europe kom inn á Evrópumarkað 2019 voru Bretland, Írland og Malta ásamt Hollandi markaðslöndin og nýskráði um tvö þúsund bíla fyrstu tvo mánuðina. Í kjölfarið tóku umboð MG til starfa í Noregi 2020 sem gerði MG ZS EV fljótlega að einum af tíu mest seldu bílunum í löndunum þar sem MG var í boði. Sama gerðist þegar umboð opnaði í Danmörku fáum mánuðum eftir Noregi. Síðar á sama ári tóku umboð MG til starfa á Íslandi, í Belgíu, Lúxemborg, Austurríki og Frakklandi og á síðasta ári einnig í Þýskalandi, á Spáni, Ítalíu, Portúgal og Svíþjóð. MG starfar nú í sextán Evrópulöndum og starfa nú um 400 sölu- og þjónustuaðilar fyrir MG í Evrópu. Vistvænir bílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent
Þetta er meðal þess sem fram kemur í fréttatilkynningu frá BL, umboðsaðila MG á Íslandi. Marvel R vinsæll Mest seldi MG-inn á Íslandi á síðasta ári var rafbíllinn ZS EV, en hann var jafnframt fyrsti bíllinn sem núverandi eigandi merkisins markaðssetti í Evrópu í júní 2020. Næst söluhæstur var tengiltvinnbíllinn EHS og loks kom nýjasta afurðin frá MG; rafbíllinn Marvel R, sem raunar hafði bara síðasta mánuð ársins til að keppa við fjölskyldubílana ZS og EHS. Það gerði hann glimrandi vel því alls voru 49 slíkir nýskráðir á þeim u.þ.b. 30 dögum sem voru til loka ársins. MG5 MG5 fyrsti rafknúni skutbíllinn Mikil eftirspurn hefur verið eftir Marvel R meðal landsmanna frá því að hann var kynntur og segja söluráðgjafar BL að spennandi verði að sjá þróunina á þessu ári, því ásamt vinsældum Marvel R er nýr bíll í viðbót væntanlegur frá MG á þessu ári. Sá verður jafnframt fyrsti 100% rafknúni skutbíllinn (station) á bílamarkaðnum. Það er MG5 Station Wagon, sem mikils er vænst af vegna rýmisins sem höfða mun til margra, ekki síst barnafjölskyldna. MG5 verður kynntur í helstu markaðslöndum Evrópu í mars og er væntanlegur til BL í júní. Hér má sjá myndband frá REC Anything um MG5. MG á Evrópumarkaði Á síðasta ári nýskráði MG 52.546 bíla í Evrópu, flesta af gerðinni ZS, og var Frakkland helsti markaður framleiðandans í álfunni. Þegar MG Motor Europe kom inn á Evrópumarkað 2019 voru Bretland, Írland og Malta ásamt Hollandi markaðslöndin og nýskráði um tvö þúsund bíla fyrstu tvo mánuðina. Í kjölfarið tóku umboð MG til starfa í Noregi 2020 sem gerði MG ZS EV fljótlega að einum af tíu mest seldu bílunum í löndunum þar sem MG var í boði. Sama gerðist þegar umboð opnaði í Danmörku fáum mánuðum eftir Noregi. Síðar á sama ári tóku umboð MG til starfa á Íslandi, í Belgíu, Lúxemborg, Austurríki og Frakklandi og á síðasta ári einnig í Þýskalandi, á Spáni, Ítalíu, Portúgal og Svíþjóð. MG starfar nú í sextán Evrópulöndum og starfa nú um 400 sölu- og þjónustuaðilar fyrir MG í Evrópu.
Vistvænir bílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent