„Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 16:30 Guðmundur á hliðarlínunni í kvöld. Sanjin Strukic//Getty Images „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. Ísland hóf leikinn af miklum krafti og virtist ætla að ganga frá Króötum í fyrri hálfleik. Allt kom fyrir ekki og hin margumtalaða Króatíu-grýla lét á sær kræla í síðari hálfleik. „Allt í einu vorum við komnir yfir á nýjan leik eftir að vörn og markvarsla kom upp. Það var svo grátlegt að skora ekki úr tveimur dauðafærum sem hefðu getað landað þessu,“ sagði Guðmundur um lokakafla leiksins. Klippa: Gummi Gumm eftir tapið gegn Króatíu Fyrri hluti fyrri hálfleiks var stórkostlega spilaður hjá íslenska liðinu. „Ég er alveg sammála því, fyrri hálfleikur var rosalega vel spilaður hjá okkur. Hefðum getað verið með meira forskot, fannst að við hefðum átt að vera fjórum eða fimm mörkum yfir en vorum bara með tveggja marka forskot. Fórum illa með nokkrar sóknir.“ „Það má samt ekki gleyma hvað vantar mikið í liðið, það vantar níu leikmenn. Ég er að keyra þetta á fámennum hópi leikmanna og það væri erfitt að skipta mikið meira. Maður er farinn að biðja um mjög mikið en maður má ekki fara fram úr sér. Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega í dag, bara leiðinleg og ömurleg úrslit fyrir okkur.“ „Það var farið að draga af okkur, þetta var bara erfitt. Þeir hafa verið að fá menn inn í hópinn hjá sér á meðan við höfum verið að tapa mönnum og ég held að það hafi verið munurinn á liðunum í dag. Það vantaði meir kraft, það lagaðist margt þegar við fórum í sjö á sex og það hefði átt að duga,“ sagði Guðmundur að endingu. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Vigni sem greindist með veiruna Vignir Stefánsson getur ekki tekið þátt í leiknum gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. Hann greindist með kórónuveiruna. 24. janúar 2022 13:12 Elvar og Ólafur ekki klárir og bara fjórtán á skýrslu þriðja leikinn í röð Aðeins fjórtán leikmenn verða á skýrslu þegar Ísland mætir Króatíu í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta. 24. janúar 2022 13:26 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:39 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira
Ísland hóf leikinn af miklum krafti og virtist ætla að ganga frá Króötum í fyrri hálfleik. Allt kom fyrir ekki og hin margumtalaða Króatíu-grýla lét á sær kræla í síðari hálfleik. „Allt í einu vorum við komnir yfir á nýjan leik eftir að vörn og markvarsla kom upp. Það var svo grátlegt að skora ekki úr tveimur dauðafærum sem hefðu getað landað þessu,“ sagði Guðmundur um lokakafla leiksins. Klippa: Gummi Gumm eftir tapið gegn Króatíu Fyrri hluti fyrri hálfleiks var stórkostlega spilaður hjá íslenska liðinu. „Ég er alveg sammála því, fyrri hálfleikur var rosalega vel spilaður hjá okkur. Hefðum getað verið með meira forskot, fannst að við hefðum átt að vera fjórum eða fimm mörkum yfir en vorum bara með tveggja marka forskot. Fórum illa með nokkrar sóknir.“ „Það má samt ekki gleyma hvað vantar mikið í liðið, það vantar níu leikmenn. Ég er að keyra þetta á fámennum hópi leikmanna og það væri erfitt að skipta mikið meira. Maður er farinn að biðja um mjög mikið en maður má ekki fara fram úr sér. Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega í dag, bara leiðinleg og ömurleg úrslit fyrir okkur.“ „Það var farið að draga af okkur, þetta var bara erfitt. Þeir hafa verið að fá menn inn í hópinn hjá sér á meðan við höfum verið að tapa mönnum og ég held að það hafi verið munurinn á liðunum í dag. Það vantaði meir kraft, það lagaðist margt þegar við fórum í sjö á sex og það hefði átt að duga,“ sagði Guðmundur að endingu.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Vigni sem greindist með veiruna Vignir Stefánsson getur ekki tekið þátt í leiknum gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. Hann greindist með kórónuveiruna. 24. janúar 2022 13:12 Elvar og Ólafur ekki klárir og bara fjórtán á skýrslu þriðja leikinn í röð Aðeins fjórtán leikmenn verða á skýrslu þegar Ísland mætir Króatíu í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta. 24. janúar 2022 13:26 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:39 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira
Stutt gaman hjá Vigni sem greindist með veiruna Vignir Stefánsson getur ekki tekið þátt í leiknum gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. Hann greindist með kórónuveiruna. 24. janúar 2022 13:12
Elvar og Ólafur ekki klárir og bara fjórtán á skýrslu þriðja leikinn í röð Aðeins fjórtán leikmenn verða á skýrslu þegar Ísland mætir Króatíu í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta. 24. janúar 2022 13:26
Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25
Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:39
Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45