Hetjuleg barátta Kómoreyja dugði ekki til: Kamerún og Gambía í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 21:40 Úr leik Kamerún og Kómoreyja í kvöld. Twitter/CAF_Online Tvær þjóðir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Gambía vann 1-0 sigur á Gíneu á meðan Kamerún vann Kómoreyjar 2-1 í leik þar sem tapliðið neyddist til að spila með útileikmann í marki. Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, reyndist hetja Gambíu en hann skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gambíumenn enduðu þó leikinn manni færri þar sem Yusupha Njie nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem Gambía vann 1-0 og er komin áfram í 8-liða úrslit. Í hinum leik kvöldsins mættust Kamerún og Kómoreyjar. Til að gera verkefni síðarnefnda landsins enn erfiðara í kvöld þurfti liðið að stilla upp með útileikmann í marki. Féll það í skaut vinstri bakvarðarins Chaker Alhadhur að standa á milli stanganna. Chaker Alhadhur. We salute you. #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/H6jsjjHBeb— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Ef verkefni kvöldsins var ekki nægilega erfitt fyrir Kómoreyjar þá varð það nær ómögulegt þegar reynsluboltinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald á 7. mínútu. Karl Toko Ekambi kom Kamerún yfir þegar hálftími var liðinn og staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Kamerún nokkuð langan tíma að ganga frá leiknum en á endanum kom annað mark liðsins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. SIX GOALS IN FOUR GAMES.Vincent Aboubakar passes @SamuelEtoo's record (5) of most goals in a single AFCON tournament for Cameroon pic.twitter.com/lPmPViSfkg— B/R Football (@brfootball) January 24, 2022 Markið skoraði markahrókurinn Vincent Aboubakar og tryggði svo gott sem sæti Kamerún í 8-liða úrslitum. Youssouf M'Changama tókst reyndar að minnka muninn fyrir Kómoreyjar með einu glæsilegasta aukaspyrnumarki síðari ára en nær komst liðið ekki og lokatölur því 2-1 Kamerún í vil. The feeling when you score one of the best ever goals in #TotalEnergiesAFCON history #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/YZGYxvokBS— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Kamerún og Gambía því komin í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Túnis og Búrkína Fasó. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Musa Barrow, leikmaður Bologna á Ítalíu, reyndist hetja Gambíu en hann skoraði eina mark leiksins þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Gambíumenn enduðu þó leikinn manni færri þar sem Yusupha Njie nældi sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það kom ekki að sök þar sem Gambía vann 1-0 og er komin áfram í 8-liða úrslit. Í hinum leik kvöldsins mættust Kamerún og Kómoreyjar. Til að gera verkefni síðarnefnda landsins enn erfiðara í kvöld þurfti liðið að stilla upp með útileikmann í marki. Féll það í skaut vinstri bakvarðarins Chaker Alhadhur að standa á milli stanganna. Chaker Alhadhur. We salute you. #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/H6jsjjHBeb— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Ef verkefni kvöldsins var ekki nægilega erfitt fyrir Kómoreyjar þá varð það nær ómögulegt þegar reynsluboltinn Nadjim Abdou fékk beint rautt spjald á 7. mínútu. Karl Toko Ekambi kom Kamerún yfir þegar hálftími var liðinn og staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Kamerún nokkuð langan tíma að ganga frá leiknum en á endanum kom annað mark liðsins þegar aðeins tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. SIX GOALS IN FOUR GAMES.Vincent Aboubakar passes @SamuelEtoo's record (5) of most goals in a single AFCON tournament for Cameroon pic.twitter.com/lPmPViSfkg— B/R Football (@brfootball) January 24, 2022 Markið skoraði markahrókurinn Vincent Aboubakar og tryggði svo gott sem sæti Kamerún í 8-liða úrslitum. Youssouf M'Changama tókst reyndar að minnka muninn fyrir Kómoreyjar með einu glæsilegasta aukaspyrnumarki síðari ára en nær komst liðið ekki og lokatölur því 2-1 Kamerún í vil. The feeling when you score one of the best ever goals in #TotalEnergiesAFCON history #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamComoros | @fedcomfootball pic.twitter.com/YZGYxvokBS— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 24, 2022 Kamerún og Gambía því komin í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Túnis og Búrkína Fasó.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Tengdar fréttir Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Verða með útileikmann í markinu í kvöld Kómoreyjar, sem nú upplifa Öskubuskuævintýri í Afríkukeppninni í fótbolta, verða án allra markvarða sinna í leiknum við Kamerún í kvöld. 24. janúar 2022 14:46