Biðin eftir meðferð/afeitrun getur orðið dauðans alvara Helga Maria Mosty skrifar 25. janúar 2022 14:31 Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar