Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 12:38 Boris mun flytja yfirlýsingu vegna skýrslunnar á þinginu í dag. epa/UK Parliament/Jessica Taylor Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. Skýrslu Gray hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en niðurstaða hennar er sögð munu hafa úrslitaáhrif á það hvort samflokksmenn Boris Johnson leggja fram vantraustsyfirlýsingu honum til höfuðs. Nokkur óvissa ríkir þó um áhrifamátt skýrslunnar, þar sem lögregluyfirvöld tilkynntu á dögunum að þau hygðust einnig rannsaka meint sóttvarnabrot í Downing-stræti og beindu þeim fyrirmælum til Gray að ritskoða skýrslu sína og taka úr henni ýmis atriði sem gætu að óbreyttu haft áhrif á lögreglurannsóknina. Breskir miðlar segja þá staðreynd að Gray hafi talað um skýrsluna sem afhent var forsætisráðherra sem „stöðuuppfærslu“ til marks um það að plaggið sé langt í frá endanleg útgáfa skýrslunnar. Menn velta því nú fyrir sér hvort skýrslan í heild muni yfirhöfuð líta dagsins ljós eða hvort henni verði stungið ofan í skúffu þegar hún liggur fyrir. Talsmaður Johnson segir að útgáfan sem ráðherra fékk í dag verði birt en hefur ekki viljað tjá sig um birtingu lokaútgáfunnar. Inngrip lögreglu í hina pólitísku atburðarás hefur bæði verið sögð bölvun og blessun fyrir forsætisráðherrann. Á annan bóginn vildi hann gjarnan ljúka málinu en á hinn bóginn hafi þeim uppljóstrunum sem gagnrýnendur hans hafa beðið eftir verið slegið á frest, sem gefi Johsnson tíma til að beina athygli almennings að öðru. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Skýrslu Gray hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en niðurstaða hennar er sögð munu hafa úrslitaáhrif á það hvort samflokksmenn Boris Johnson leggja fram vantraustsyfirlýsingu honum til höfuðs. Nokkur óvissa ríkir þó um áhrifamátt skýrslunnar, þar sem lögregluyfirvöld tilkynntu á dögunum að þau hygðust einnig rannsaka meint sóttvarnabrot í Downing-stræti og beindu þeim fyrirmælum til Gray að ritskoða skýrslu sína og taka úr henni ýmis atriði sem gætu að óbreyttu haft áhrif á lögreglurannsóknina. Breskir miðlar segja þá staðreynd að Gray hafi talað um skýrsluna sem afhent var forsætisráðherra sem „stöðuuppfærslu“ til marks um það að plaggið sé langt í frá endanleg útgáfa skýrslunnar. Menn velta því nú fyrir sér hvort skýrslan í heild muni yfirhöfuð líta dagsins ljós eða hvort henni verði stungið ofan í skúffu þegar hún liggur fyrir. Talsmaður Johnson segir að útgáfan sem ráðherra fékk í dag verði birt en hefur ekki viljað tjá sig um birtingu lokaútgáfunnar. Inngrip lögreglu í hina pólitísku atburðarás hefur bæði verið sögð bölvun og blessun fyrir forsætisráðherrann. Á annan bóginn vildi hann gjarnan ljúka málinu en á hinn bóginn hafi þeim uppljóstrunum sem gagnrýnendur hans hafa beðið eftir verið slegið á frest, sem gefi Johsnson tíma til að beina athygli almennings að öðru.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47