Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2022 20:52 Frá björgunaraðgerðum í þorpinu Ighran í Chefchaouen-hérðaði í norðurhluta landsins. Ap//Mosa'ab Elshamy Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá marokkósku konungshöllinni. Mohammed sjötti Marokkókonungur vottaði fjölskyldu Rayan samúð sína í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast á svæðinu en marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem féll í brunninn á þriðjudag. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarlið hafi náð að losa Rayan en í fyrstu voru engar upplýsingar veittar um ástand hans. Að sögn AP var drengurinn vafinn í gult teppi þegar viðbragðsaðilar komust að honum en skömmu fyrir það voru foreldrar hans fluttir á sjúkrahús, þangað sem hann var væntanlegur. Myndavél var slakað niður í brunninn í fyrradag og staðfest að Rayan hafði lifað fallið af og var einnig búið að senda mat og súrefni til hans. Mikilli fjöldi fólks safnaðist saman við brunninn í dag og beið fram á kvöld.Ap/Mosa'ab Elshamy Brunnurinn nærri heimili þeirra Brunnurinn er 32 metra djúpur og það þröngur að björgunarlið gat ekki sigið ofan í hann til að sækja Rayan. Í stað þess voru göng grafin að drengnum með fram brunninum en jarðvegurinn gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir sem óttuðust að hætta væri á skriðuföllum. Fyrr í dag sagði yfirmaður björgunaraðgerða óvíst hvort Rayan væri lífs eða liðinn. „Það er ómögulegt að kanna líðan barnsins að svo stöddu, en við biðjum til guðs að það sé á lífi,“ sagði Abdelhadi Tamrani, í samtali við staðarmiðil. Brunnurinn er staðsettur nærri heimili fjölskyldunnar í þorpinu Ighran í Chefchaouen-héraði í norðurhluta Marokkó. Fjölda djúpra brunna má finna í 500 manna þorpinu. Fram kemur í frétt AP að margir þeirra séu notaðir af fátækum íbúum til að veita vatni á kannabisplöntur sem séu megintekjulind margra íbúa á þessu dreifbýla og þurrviðrasama svæði. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað en flestum brunnunum er lokað með sérstökum ábreiðum. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til þess að komast að drengnum en margir óttuðust að hann gæti lent undir jarðskriðu.Ap/Mosa'ab Elshamy Fréttin hefur verið uppfærð. Marokkó Tengdar fréttir Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá marokkósku konungshöllinni. Mohammed sjötti Marokkókonungur vottaði fjölskyldu Rayan samúð sína í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast á svæðinu en marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem féll í brunninn á þriðjudag. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarlið hafi náð að losa Rayan en í fyrstu voru engar upplýsingar veittar um ástand hans. Að sögn AP var drengurinn vafinn í gult teppi þegar viðbragðsaðilar komust að honum en skömmu fyrir það voru foreldrar hans fluttir á sjúkrahús, þangað sem hann var væntanlegur. Myndavél var slakað niður í brunninn í fyrradag og staðfest að Rayan hafði lifað fallið af og var einnig búið að senda mat og súrefni til hans. Mikilli fjöldi fólks safnaðist saman við brunninn í dag og beið fram á kvöld.Ap/Mosa'ab Elshamy Brunnurinn nærri heimili þeirra Brunnurinn er 32 metra djúpur og það þröngur að björgunarlið gat ekki sigið ofan í hann til að sækja Rayan. Í stað þess voru göng grafin að drengnum með fram brunninum en jarðvegurinn gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir sem óttuðust að hætta væri á skriðuföllum. Fyrr í dag sagði yfirmaður björgunaraðgerða óvíst hvort Rayan væri lífs eða liðinn. „Það er ómögulegt að kanna líðan barnsins að svo stöddu, en við biðjum til guðs að það sé á lífi,“ sagði Abdelhadi Tamrani, í samtali við staðarmiðil. Brunnurinn er staðsettur nærri heimili fjölskyldunnar í þorpinu Ighran í Chefchaouen-héraði í norðurhluta Marokkó. Fjölda djúpra brunna má finna í 500 manna þorpinu. Fram kemur í frétt AP að margir þeirra séu notaðir af fátækum íbúum til að veita vatni á kannabisplöntur sem séu megintekjulind margra íbúa á þessu dreifbýla og þurrviðrasama svæði. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað en flestum brunnunum er lokað með sérstökum ábreiðum. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til þess að komast að drengnum en margir óttuðust að hann gæti lent undir jarðskriðu.Ap/Mosa'ab Elshamy Fréttin hefur verið uppfærð.
Marokkó Tengdar fréttir Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10