Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Fáni spænska fótboltaliðsins Rayo Vallecano Wikimedia Commons Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu. Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist. Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira
Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist.
Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Sjá meira