Samfélagið opnar á ný í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2022 07:37 Skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö í suðurhluta Svíþjóðar opnaði klukkan 0:01 í nótt. EPA Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi. Allar regur um fjöldatakmörk hafa sömuleiðis verið felldar úr gildi, en forsætisráðherrann Magdalena Andersson tilkynnti um afléttingarnar síðastliðinn fimmtudag. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að þrátt fyrir að reglubreytingarnar hafi tekið gildi nú á miðnætti muni skemmtistaðir langflestir ekki hafa opið fram á kvöld fyrr en síðar í vikunni. Þó opnaði skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö eina mínútu eftir miðnætti í nótt þar sem mikill fjöldi ungmenna kom saman. Þrátt fyrir afléttingarnar eru þeir sem eru með einkenni Covid-19 hvattir til að halda kyrru fyrir heima og forðast samneyti við aðra til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita. Ráðleggingar um fimm daga einangrun, og þar af tvo einkennalausa daga, á nú einungis við starfsfólk innan heilbrigðisgeirans. Áfram er hvatt til bólusetningar fyrir alla þá sem eldri eru en tólf ára. Til óbólusettra er því beint að þeir forðist mannmarga staði, þar sem óbólusettir í áhættuhópi og eldri einstaklingar eigi í meiri hættu að verða alvarlega veikir vegna kórónuveirusmits. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins um mánaðamótin og þá munu Norðmenn afnema allar takmarkanir þann 17. febrúar næstkomandi, en stórum hluta þeirra hefur nú þegar verið aflétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30 Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Allar regur um fjöldatakmörk hafa sömuleiðis verið felldar úr gildi, en forsætisráðherrann Magdalena Andersson tilkynnti um afléttingarnar síðastliðinn fimmtudag. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að þrátt fyrir að reglubreytingarnar hafi tekið gildi nú á miðnætti muni skemmtistaðir langflestir ekki hafa opið fram á kvöld fyrr en síðar í vikunni. Þó opnaði skemmtistaðurinn Kulturbolaget í Malmö eina mínútu eftir miðnætti í nótt þar sem mikill fjöldi ungmenna kom saman. Þrátt fyrir afléttingarnar eru þeir sem eru með einkenni Covid-19 hvattir til að halda kyrru fyrir heima og forðast samneyti við aðra til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita. Ráðleggingar um fimm daga einangrun, og þar af tvo einkennalausa daga, á nú einungis við starfsfólk innan heilbrigðisgeirans. Áfram er hvatt til bólusetningar fyrir alla þá sem eldri eru en tólf ára. Til óbólusettra er því beint að þeir forðist mannmarga staði, þar sem óbólusettir í áhættuhópi og eldri einstaklingar eigi í meiri hættu að verða alvarlega veikir vegna kórónuveirusmits. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins um mánaðamótin og þá munu Norðmenn afnema allar takmarkanir þann 17. febrúar næstkomandi, en stórum hluta þeirra hefur nú þegar verið aflétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30 Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30
Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. 2. febrúar 2022 19:30
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00