Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 11:15 Þórólfur Guðnason vill ekki ræða tillögur sínar en segir þó, í ljósi umræðunnar, að hann leggi ekki til að fella niður einangrun fólks með Covid-19. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. Þórólfur vill ekki frekar en fyrri daginn ræða í þaula innihald minnisblaðsins heldur gefa ráðherra kost á að meta tillögurnar fyrst. Hann segir að í stórum dráttum séu tillögurnar í takti við þær afléttingar sem tilkynnt yrði að tæku gildi 24. febrúar, annað skrefið í afléttingaráætlun stjórnvalda. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað að það skref verði tekið tíu dögum fyrr en lagt var upp með. Ríkisstjórnin hittist á fundi í Ráðherrabústaðnum í fyrramálið og má reikna með að Willum kynni afléttingarnar að fundi loknum. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var áætlað að einangrun og sóttkví yrði afnumin í þessu næsta skrefi en nú er ljóst að Þórólfur leggur ekki til afnám einangrunar í þessu skrefi. Heilbrigðisráðherra sagði á þriðjudag að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Uppfært klukkan 12:57 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að það væri hans mat að halda ætti í einangrun áfram. Í samtali hans við heilbrigðisstofnarnir hafi komið fram að einangrun sé líklega mikilvægasta verkfærið til að tempra útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Þórólfur vill ekki frekar en fyrri daginn ræða í þaula innihald minnisblaðsins heldur gefa ráðherra kost á að meta tillögurnar fyrst. Hann segir að í stórum dráttum séu tillögurnar í takti við þær afléttingar sem tilkynnt yrði að tæku gildi 24. febrúar, annað skrefið í afléttingaráætlun stjórnvalda. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað að það skref verði tekið tíu dögum fyrr en lagt var upp með. Ríkisstjórnin hittist á fundi í Ráðherrabústaðnum í fyrramálið og má reikna með að Willum kynni afléttingarnar að fundi loknum. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var áætlað að einangrun og sóttkví yrði afnumin í þessu næsta skrefi en nú er ljóst að Þórólfur leggur ekki til afnám einangrunar í þessu skrefi. Heilbrigðisráðherra sagði á þriðjudag að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Uppfært klukkan 12:57 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að það væri hans mat að halda ætti í einangrun áfram. Í samtali hans við heilbrigðisstofnarnir hafi komið fram að einangrun sé líklega mikilvægasta verkfærið til að tempra útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9. febrúar 2022 17:53