Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 22:46 Hundruð vörubílstjóra safnast hér saman til að stöðva umferð um landamæri Kanada og Bandaríkjanna. AP/Bill Roth Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. Undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt í höfuðborginni Ottawa og víða annars staðar, sérstaklega á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Í Ottawa hefur neyðarástand verið í gildi frá því um helgina. Stjórnvöld í Kanada hafa þungar áhyggjur af þeim efnahagslegu áhrifum sem mótmælin munu hafa í för með sér og krefjast þess að þeir láti af þeim umsvifalaust. Bílstjórarnir teppa mikilvægar leiðir sem tengja löndin tvö og hyggjast halda því til streitu nema bólusetningarskylda í landinu verði afnumin. Mörg hundruð milljónir dala teppist á hverjum degi Bílstjórarnir teppa nú tvær mikilvægar umferðaræðar: Ambassador brú, sem tengir bandarísku borgina Detroit við Windwor í Ontario, og Coutts leiðina, sem tengir Montana við Alberta. Vörur að andvirði 300 milljóna dala, eða um 37 milljarða króna, eru fluttar um Ambassador brú eina á hverjum einasta degi. Ekkert lát er á mótmælunum í Kanada.AP/Justin Tang Eins og áður segir hafa mótmælin þegar haft mikil efnahagsleg áhrif og stöðvað flutning nauðsynlegra vara milli landamæranna. Tveir af stærstu bílaframleiðendum heims, Ford og Toyota, hafa þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega varahluti. Þegar hafa 23 verið handteknir og áttatíu sakamálarannsóknir eru í gangi vegna mótmælanna og deila yfirvöld nú um það hvernig sé best að leysa úr flækjunni sem myndast hefur. Lögreglan í Ottawa hefur gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt yfir höfði sér ákæru en nargir hafa varað við því að handtökur muni aðeins reita mótmælendur til frekari reiði. Mótmælendur safnast saman víða um heim Mótmæli bílstjóranna hafa gefið öðrum byr undir báða vængi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist til dæmis með hópi vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem hafa lagt á ráðin um að teppa umferð í stórborgum til að mótmæla bólusetningum. Vörubílstjórar hafa teppt umferð í Ottawa og víðar.AP/Justin Tang Ráðuneytið telur hættu á að bílstjórarnir muni tímasetja mótmæli sín þannig að þau hafi áhrif á Ofurskálina svokölluðu, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag og á stefnuræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta 1. mars næstkomandi. Þá virðast bólusetningar- og sóttvarnaaðgerðaandstæðingar víða um heim hafa stóreflst við mótmælin í Kanada. Kröftug mótmæli hafa farið fram í Wellington í Nýja-Sjálandi undanfarna daga þar sem fjöldi fólks hefur verið handtekinn, og mótmælendur hafa safnast saman í Ástralíu, Frakklandi, Alaska og víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur í frétt AP að fréttastofan hafi fundið minnst tug Facebook-hópa þar sem hvatt er til mótmæla til stuðnings bílstjórunum í Kanada. Í hópunum séu minnst hálf milljón manna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Tengdar fréttir Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt í höfuðborginni Ottawa og víða annars staðar, sérstaklega á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Í Ottawa hefur neyðarástand verið í gildi frá því um helgina. Stjórnvöld í Kanada hafa þungar áhyggjur af þeim efnahagslegu áhrifum sem mótmælin munu hafa í för með sér og krefjast þess að þeir láti af þeim umsvifalaust. Bílstjórarnir teppa mikilvægar leiðir sem tengja löndin tvö og hyggjast halda því til streitu nema bólusetningarskylda í landinu verði afnumin. Mörg hundruð milljónir dala teppist á hverjum degi Bílstjórarnir teppa nú tvær mikilvægar umferðaræðar: Ambassador brú, sem tengir bandarísku borgina Detroit við Windwor í Ontario, og Coutts leiðina, sem tengir Montana við Alberta. Vörur að andvirði 300 milljóna dala, eða um 37 milljarða króna, eru fluttar um Ambassador brú eina á hverjum einasta degi. Ekkert lát er á mótmælunum í Kanada.AP/Justin Tang Eins og áður segir hafa mótmælin þegar haft mikil efnahagsleg áhrif og stöðvað flutning nauðsynlegra vara milli landamæranna. Tveir af stærstu bílaframleiðendum heims, Ford og Toyota, hafa þurft að skella í lás þar sem þeir fá ekki nauðsynlega varahluti. Þegar hafa 23 verið handteknir og áttatíu sakamálarannsóknir eru í gangi vegna mótmælanna og deila yfirvöld nú um það hvernig sé best að leysa úr flækjunni sem myndast hefur. Lögreglan í Ottawa hefur gefið það út að hver sem tekur þátt í mótmælunum með því að stoppa umferð geti átt yfir höfði sér ákæru en nargir hafa varað við því að handtökur muni aðeins reita mótmælendur til frekari reiði. Mótmælendur safnast saman víða um heim Mótmæli bílstjóranna hafa gefið öðrum byr undir báða vængi. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist til dæmis með hópi vörubílstjóra í Bandaríkjunum sem hafa lagt á ráðin um að teppa umferð í stórborgum til að mótmæla bólusetningum. Vörubílstjórar hafa teppt umferð í Ottawa og víðar.AP/Justin Tang Ráðuneytið telur hættu á að bílstjórarnir muni tímasetja mótmæli sín þannig að þau hafi áhrif á Ofurskálina svokölluðu, úrslitaleik NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag og á stefnuræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta 1. mars næstkomandi. Þá virðast bólusetningar- og sóttvarnaaðgerðaandstæðingar víða um heim hafa stóreflst við mótmælin í Kanada. Kröftug mótmæli hafa farið fram í Wellington í Nýja-Sjálandi undanfarna daga þar sem fjöldi fólks hefur verið handtekinn, og mótmælendur hafa safnast saman í Ástralíu, Frakklandi, Alaska og víða annars staðar í Evrópu. Fram kemur í frétt AP að fréttastofan hafi fundið minnst tug Facebook-hópa þar sem hvatt er til mótmæla til stuðnings bílstjórunum í Kanada. Í hópunum séu minnst hálf milljón manna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Tengdar fréttir Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17 Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51 Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. 10. febrúar 2022 11:17
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. 7. febrúar 2022 06:51
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. 2. febrúar 2022 23:33