Af hverju er svona dýrt að gleðja ástina sína með rósum? Ólafur Stephensen skrifar 14. febrúar 2022 10:31 Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Blóm Neytendur Valentínusardagurinn Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Margir kaupa rósir handa ástvini sínum í dag, á Valentínusardaginn. Mörgum finnst líka vöndurinn dýr. Ein skýringin á háu verði á blómum á Íslandi eru háir tollar. Þar sem innlendir blómaræktendur anna engan veginn eftirspurn, allra sízt fyrir stóru blómadagana í febrúar, Valentínusardag og konudag, þarf að flytja inn stóran hluta þeirra blóma sem seljast á þessum dögum – og raunar hefur þörfin fyrir innflutning í öðrum mánuðum ársins farið vaxandi undanfarin misseri. Aukinn innflutningur til að anna eftirspurn Á súluritinu og í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig innflutningur á rósum hefur þróazt undanfarin þrjú ár. Langmest af rósum er ævinlega flutt inn í febrúar, ætla má að fluttar séu inn á bilinu 30 til 35 þúsund rósir í mánuðinum. Einnig sést glöggt að innflutningur hefur farið vaxandi í öðrum mánuðum ársins. Það er vegna aukinnar eftirspurnar á markaðnum eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst. Innlendir framleiðendur hafa ekki getað mætt þeirri auknu eftirspurn og fer innflutningur því vaxandi. Eins og sjá má hér að neðan jókst innflutningur á rósum um 86% á milli áranna 2019 og 2021; fór úr 4,2 tonnum í 7,9 tonn. Tollar tvöfalda verðið á Valentínusarrósunum Hagstofa Íslands gefur upp innflutningstölur fyrir blóm í kílóum, en á blóm leggst bæði verðtollur og stykkjatollur. Til að reikna út hvað greitt er í tolla þarf því að áætla hversu mörg stykki eru flutt inn. Hér er miðað við að innflutningurinn sé fyrst og fremst stærri rósir (60-70 cm) og stuðst er við tölur frá innflytjendum um að meðalþyngd á hverju blómi sé 85 grömm. Samkvæmt þeim útreikningi voru fluttar inn tæplega 93.000 rósir á síðasta ári. Þær bera gífurlega háa tolla; 30% verðtoll og auk þess 95 króna stykkjatoll á hvert blóm. Eins og sjá má í töflunni var tollverð (verðið sem aðflutningsgjöld eru reiknuð af) um 164 krónur að meðaltali á hverja rós á síðasta ári og hafði hækkað um 14% frá árinu 2019. Af þeirri upphæð eru greiddar 144 krónur í toll, eða tæplega 88% af tollverðinu. Tollar tvöfalda því um það bil innkaupsverð Valentínusarrósanna. Tollkvótinn er dýr – og dugar fyrir 2% innflutnings Þess má geta að íslenzka ríkið gefur árlega út tollkvóta fyrir rósir upp á heil 2.000 blóm, eða 2,1% af innflutningi síðasta árs. Tollkvótum samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ætlað að efla alþjóðlega samkeppni. Blóm, sem flutt eru inn á tollkvóta, bera 30% verðtoll en stykkjatollurinn er felldur niður. Ríkið býður tollkvótana hins vegar upp. Í síðasta útboði, sem gildir fyrir fyrri hluta ársins, greiddu innflytjendur 61 krónu í útboðsgjald fyrir hvert blóm, eða um tvo þriðju hluta stykkjatollsins. Í stað þess að tollar af rósinni séu 144 krónur að meðaltali, verða þeir 110 krónur. Með öðrum orðum bera blóm flutt inn á tollkvóta 77% af fullum tolli. Það er því afar hæpið að segja að tollkvótinn stuðli að aukinni samkeppni. Hvað ætla ráðherrarnir að gera? FA sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi fyrr í mánuðinum, þar sem ítrekaðar voru fyrri fyrirspurnir félagsins um hvað liði endurskoðun á blómatollum, sem ráðuneytin hófu vinnu við haustið 2019 í framhaldi af beiðni FA og 25 fyrirtækja í blómaverslun. Í bréfinu voru ítrekaðar tillögur FA um leiðir til að lækka tolla og þar með verðlag á blómum, án þess að það ógni rekstrargrundvelli innlendra blómaframleiðenda. Ráðherrarnir sjá vonandi ástæðu til að gera eitthvað í málinu, af því að allir hljóta að sjá að núverandi staða er ómöguleg. Það hefur lengi legið fyrir að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á blómamarkaðnum. Þörf fyrir innflutning fer vaxandi og hinar opinberu álögur eru langt umfram allt sem eðlilegt getur talizt. Það er miklu dýrara að gleðja ástina sína með blómum en það þyrfti að vera. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun