Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Frá öldrunarheimili á Spáni. Vísir/Getty Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd. Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna