Áróðurinn dynur á opinberum starfsmönnum Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:00 Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar