Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 14:58 Franskir hermenn í norðurhluta Malí. AP/Jerome Delay Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. Hermennirnir verða færðir um set og fluttir til annarra ríkja á Sahel-svæðinu svokallaða. Um er að ræða um 2.400 franska hermenn og nokkur hundruð hermenn annarra ríkja sem hafa tekið þátt í aðgerðum Frakka á svæðinu. Í heildina eru Frakkar með um fimm þúsund hermenn á Sahel-svæðinu, samkvæmt frétt BBC. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta Frakklands, og öðrum bandamönnum Frakka í Evrópu og Afríku, segir að ekki sé hægt að vera lengur með viðveru í Malí. Macron sjálfur sagði svo í kjölfarið, samkvæmt frétt France24, að það væri ekki hægt á meðan markmið herstjórnar Malí væru eins mikið á skjön við markmið Frakka og annarra. Aukin umsvif málaliða í Malí Frá því herinn tók við völdum í Malí hafa umsvif Rússa í ríkinu aukist og hafa málaliðar sem tilheyra Wagner Group verið sendir þangað. Málaliðahópurinn hefur lengi verið bendlaður beint við rússneska herinn en þeim tengslum hafa ráðamenn í Rússlandi neitað. Bandaríkjamenn sögðu þó í síðasta mánuði að rússneski herinn væri að flytja málaliðana til Malí og veita þeim stuðning. Málaliðar Wagner Group hafa komið að átökum í ríkjum eins og Úkraínu, Sýrlandi, Líbýu og í öðrum ríkjum. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Frakkar hafa sakað herstjórn Malí um að nota málaliðana til að tryggja völd sín, undir því yfirskyni að þeir séu í Malí til að berjast við vígamenn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hlustar hér á Nana Afuko Addo, forseta Gana á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan Macron standa Macky Sall, forseti Senegal, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins (aftast)AP/Ian Langsdon Sagði brottflutninginn ekki uppgjöf Macron þvertók fyrir að Frakkar væru að gefast upp í baráttunni gegn vígahópum í Vestur-Afríku og sagði að aðkoma Frakka að henni héldi áfram. Vísaði hann til þess að ríkisstjórn Níger hefði samþykkt að taka við hluta heraflans sem flytja á frá Malí. Á undanförnum árum hafa 53 franskir hermenn fallið í Vestur-Afríku. Þar af féllu 48 í Malí. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel-svæðinu byr undir báða vængi. Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Varnarmálaráðherra Þýskalands sagði í dag að hún teldi litlar líkur á því að um fimmtán hundruð hermenn Þýskalands í Malí yrðu þar áfram. Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa einnig sagt í dag að brottflutningur Frakka muni án efa hafa áhrif á viðveru friðargæsluliða í Malí. Frakkland Malí Níger Búrkína Fasó Tjad Gana Hernaður Tengdar fréttir Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins. 25. janúar 2022 07:49 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Hótar refsiaðgerðum náist pólitískur stöðugleiki ekki Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum. 30. maí 2021 11:17 Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. 26. apríl 2021 08:42 Felldu alræmdan vígamann í Malí Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. 13. nóvember 2020 11:19 Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Hermennirnir verða færðir um set og fluttir til annarra ríkja á Sahel-svæðinu svokallaða. Um er að ræða um 2.400 franska hermenn og nokkur hundruð hermenn annarra ríkja sem hafa tekið þátt í aðgerðum Frakka á svæðinu. Í heildina eru Frakkar með um fimm þúsund hermenn á Sahel-svæðinu, samkvæmt frétt BBC. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta Frakklands, og öðrum bandamönnum Frakka í Evrópu og Afríku, segir að ekki sé hægt að vera lengur með viðveru í Malí. Macron sjálfur sagði svo í kjölfarið, samkvæmt frétt France24, að það væri ekki hægt á meðan markmið herstjórnar Malí væru eins mikið á skjön við markmið Frakka og annarra. Aukin umsvif málaliða í Malí Frá því herinn tók við völdum í Malí hafa umsvif Rússa í ríkinu aukist og hafa málaliðar sem tilheyra Wagner Group verið sendir þangað. Málaliðahópurinn hefur lengi verið bendlaður beint við rússneska herinn en þeim tengslum hafa ráðamenn í Rússlandi neitað. Bandaríkjamenn sögðu þó í síðasta mánuði að rússneski herinn væri að flytja málaliðana til Malí og veita þeim stuðning. Málaliðar Wagner Group hafa komið að átökum í ríkjum eins og Úkraínu, Sýrlandi, Líbýu og í öðrum ríkjum. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Frakkar hafa sakað herstjórn Malí um að nota málaliðana til að tryggja völd sín, undir því yfirskyni að þeir séu í Malí til að berjast við vígamenn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hlustar hér á Nana Afuko Addo, forseta Gana á blaðamannafundi í dag. Fyrir aftan Macron standa Macky Sall, forseti Senegal, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins (aftast)AP/Ian Langsdon Sagði brottflutninginn ekki uppgjöf Macron þvertók fyrir að Frakkar væru að gefast upp í baráttunni gegn vígahópum í Vestur-Afríku og sagði að aðkoma Frakka að henni héldi áfram. Vísaði hann til þess að ríkisstjórn Níger hefði samþykkt að taka við hluta heraflans sem flytja á frá Malí. Á undanförnum árum hafa 53 franskir hermenn fallið í Vestur-Afríku. Þar af féllu 48 í Malí. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel-svæðinu byr undir báða vængi. Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Varnarmálaráðherra Þýskalands sagði í dag að hún teldi litlar líkur á því að um fimmtán hundruð hermenn Þýskalands í Malí yrðu þar áfram. Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa einnig sagt í dag að brottflutningur Frakka muni án efa hafa áhrif á viðveru friðargæsluliða í Malí.
Frakkland Malí Níger Búrkína Fasó Tjad Gana Hernaður Tengdar fréttir Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins. 25. janúar 2022 07:49 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Hótar refsiaðgerðum náist pólitískur stöðugleiki ekki Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum. 30. maí 2021 11:17 Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. 26. apríl 2021 08:42 Felldu alræmdan vígamann í Malí Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. 13. nóvember 2020 11:19 Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Herinn rænir völdum í Búrkína Fasó Herinn í Búrkína Fasó tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi komið Roch Kabore, forseta landsis frá stóli, fellt stjórnarskrána úr gildi, leyst upp ríkisstjórnina og þingið og lokað landamærum ríkisins. 25. janúar 2022 07:49
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40
Hótar refsiaðgerðum náist pólitískur stöðugleiki ekki Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði stjórnvöldum í Malí að hann myndi kalla hersveitir Frakka í landinu heim. Skilyrði þess að franskar hersveitir haldi áfram til í landinu sé að pólitískur stöðugleiki náist og að unnið sé gegn því að öfgaíslamistar nái meiri tökum. 30. maí 2021 11:17
Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. 26. apríl 2021 08:42
Felldu alræmdan vígamann í Malí Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. 13. nóvember 2020 11:19
Vígamenn mala gull í Afríku Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. 22. nóvember 2019 14:15