Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2022 14:30 Isabel Díaz Ayuso, forseti heimastjórnarinnar í Madrid GettyImages Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum. Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33