Framhaldsskólaleikarnir: Heimsóknir í Verzló og MÁ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 18:01 Framhaldsskólaleikarnir fara fram þessa dagana. Meta Productions Verzló og MÁ áttust við í fyrstu viðureign átta liða úrslita Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands síðastliðinn fimmtudag þar sem MÁ tryggði sér sæti í undanúrslitum. Skólarnir hófu leik í FIFA þar sem MÁ sigraði fyrri leikinn 4-1. Liðsmenn Verzló gáfust þó ekki upp og unnu 5-0 stórsigur í seinni leiknum. Verzlingar sigruðu því samanlagt 6-5 og voru komnir með forystu í einvíginu. Næst var komið að CS:GO, en þar voru yfirburðir MÁ miklir. Liðsmenn MÁ unnu að lokum afar öruggan 16-3 sigur í kortinu Inferno og því allt orðið jafnt á ný í einvíginu. Það var því allt undir þegar liðin mættust í Rocket League. Þar voru það liðsmenn MÁ sem reyndust sterkari og unnu 2-0 sigur í leik þar sem sigurmarkið kom í framlengingu. MÁ er því á leið í undanúrslit þar sem að andstæðingur þeirra verður annað hvort Tækniskólinn eða ME. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd innslög þar sem hún Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og ræddi við keppendur um hin ýmsu mál sem tengjast skólunum þeirra, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Verzló Klippa: FRÍS: Heimsókn í MÁ Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti
Skólarnir hófu leik í FIFA þar sem MÁ sigraði fyrri leikinn 4-1. Liðsmenn Verzló gáfust þó ekki upp og unnu 5-0 stórsigur í seinni leiknum. Verzlingar sigruðu því samanlagt 6-5 og voru komnir með forystu í einvíginu. Næst var komið að CS:GO, en þar voru yfirburðir MÁ miklir. Liðsmenn MÁ unnu að lokum afar öruggan 16-3 sigur í kortinu Inferno og því allt orðið jafnt á ný í einvíginu. Það var því allt undir þegar liðin mættust í Rocket League. Þar voru það liðsmenn MÁ sem reyndust sterkari og unnu 2-0 sigur í leik þar sem sigurmarkið kom í framlengingu. MÁ er því á leið í undanúrslit þar sem að andstæðingur þeirra verður annað hvort Tækniskólinn eða ME. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd innslög þar sem hún Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og ræddi við keppendur um hin ýmsu mál sem tengjast skólunum þeirra, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Verzló Klippa: FRÍS: Heimsókn í MÁ
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti