Ekki í forgangi að fækka sjálfsvígum Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 22. febrúar 2022 21:31 Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið. Tíminn skiptir máli Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn. Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis. Höfundur er varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið. Tíminn skiptir máli Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn. Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis. Höfundur er varaþingkona Pírata.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar