Þorsteinn: Get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 05:38 Sandra Sigurðardóttir svekkir sig í leiknum í nótt á meðan þær bandarísku fagna marki. AP/Jeffrey McWhorter Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist hafa ákveðið að prófa sínar stelpur í úrslitaleiknum í nótt með því að láta íslenska liðið pressa heimsmeistarana. Lið verða að þora til að þróast. „Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
„Þetta var strembinn leikur náttúrulega en ég notaði þennan leik til að prufa ákveðna hluti. Ég prufaði að pressa eitt besta lið í heimi hátt til að sjá hvernig við myndum vinna gegn því og sjá hvernig við myndum bregðast við,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vorum bara að mæla okkur við þær, hvar við værum stödd og hvað við þyrftum að laga þegar við værum hátt upp á vellinum. Ég ákvað að nota síðasta leikinn í það,“ sagði Þorsteinn. „Ég get alveg sagt það fullum fetum að ég get alveg tekið stóran hluta af þessu stóra tapi á mig,“ sagði Þorsteinn. Hann var ekki mikið að pæla í mörkunum sem íslenska liðið fékk á sig. „Ég man ekkert eftir því hvernig mörkin voru ef ég gef þér alveg hreinskilið svar,“ sagði Þorsteinn. „Ég vissi alveg að þær væru góðar að sækja hratt og ég vissi að þeirra leikur byggist á því að þurfa pláss. Ég ákvað bara að láta reyna á liðið mitt og vera hátt upp á vellinum á móti svona fljótu og kröftugu liði. Það kom mér því þannig ekki á óvart að við myndum lenda í einhverjum vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn í sjálfu sér allt í lagi og heilt yfir var margt jákvætt þar. Seinni hálfleikurinn var töluvert erfiðari og við vorum mun opnari í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn erfiðari og slakari hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. Hann hefur ekki áhyggjur af svo stórt tap komi niður á sjálfstrausti íslenska liðsins fyrir framhaldið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég sagði við þær eftir leik það sama og ég er að segja við ykkur. Maður þarf að þora að nota æfingarleiki til að prufa sig áfram. Maður þarf að þora að láta reyna á liðið sitt og ekki bara vera í þægindaramma og spila varfærnislega. Maður þarf að þora að reyna hluti og prófa til þess að liðið þróist. Ég sagði við þær að ég gæti alveg tekið þetta tap á mig,“ sagði Þorsteinn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Stórtap hjá stelpunum okkar í úrslitaleiknum: Sjáðu mörkin Íslenska kvennalandsliðið tapaði 5-0 á móti Bandaríkjunum í Dallas í nótt í úrslitaleik SheBelieves Cup en íslenska liðinu nægði jafntefli til að vinna mótið. 24. febrúar 2022 05:20