Setur í forgang að hugsa vel um húðina: „Ég er ekkert að flýta mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:01 Linda Ben er gestur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu. Þættirnir eru framleiddir af Undireins fyrir Vísi en Heiður Ósk og Ingunn Sig sjá um þáttastjórn. Undireins Góð húðrútína er gulls í gildi. Matgæðingurinn Linda Ben gerir sig alltaf til á morgnanna til þess að setja tóninn fyrir daginn og hún passar vel upp á húðumhirðuna, sérstaklega fyrir svefninn. „Ég byrja alltaf á því að hreinsa húðina. Ég tek „make-upið“ af og nota Michellar vatn í það,“ segir Linda um kvöldrútínuna sína. Hún setur á sig brúnkuvatn og notar þá hendurnar. „Ég reyni að nota eins lítinn bómull og ég get.“ Hún byrjar snemma að huga að því að þrífa andlitið eftir daginn og dekra við húðina með góðum vörum. Ferlið byrjar oft samhliða því að hún gerir börnin sín tvö tilbúin fyrir svefninn. „Ég tek minn tíma í þetta. Ég er ekkert að flýta mér þegar ég er að græja mig fyrir nóttina.“ Linda segir að hún byrji oft á meðan börnin eru í baði á sama baðherberginu. „Þá set ég á mig eitt andlitsvatn og svo set ég þau í náttföt og þá set ég á mig annað andlitsvatn.“ Linda Ben fór yfir sína rútínu og uppáhalds förðunar- og snyrtivörur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu. Þáttinn má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Linda starfar á samfélagsmiðlum og er einstaklega klár í eldhúsinu. Hún hefur meðal annars gefið út matreiðslubókina Kökur. Hún sýnir sínar uppáhalds snyrtivörur í þættinum.Undireins/Birgitta Stefánsdóttir Nuddaði burt hnútana Að gefa húðrútínunni góðan tíma tryggir að vörurnar ná að komast vel inn í húðina áður en sú næsta er sett á andlitið. Þetta er líka einstaklega sniðugt hjá Lindu því með þessu tryggir hún að húðvörurnar séu ekki nýlega komnar á andlitið þegar hún leggst á koddann að sofa á kvöldin. Það gæti valdið því að húðvörurnar færu í koddaverið í stað þess að gefa andlitinu raka. Þegar Linda ætlar að gera extra vel við sig notar hún andlitsmaska eða andlitsnuddtæki og svo byrjaði hún nýlega að nota Gua Sha. „Þegar ég byrjaði að nota þetta þá fann ég fyrir hnútum í kjálkanum á mér sem ég náði bara að nudda úr. Þeir hafa ekkert komið aftur svo ég held að þetta sé komið til að vera. Í þættinum er smá innlit á fallegt heimili Lindu í Mosfellsbænum, förðunarráðið er á sínum stað og svo sýnir Linda Ben ótrúlega takta í augnháraáskoruninni. Tíska og hönnun HI beauty Förðun Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Ég byrja alltaf á því að hreinsa húðina. Ég tek „make-upið“ af og nota Michellar vatn í það,“ segir Linda um kvöldrútínuna sína. Hún setur á sig brúnkuvatn og notar þá hendurnar. „Ég reyni að nota eins lítinn bómull og ég get.“ Hún byrjar snemma að huga að því að þrífa andlitið eftir daginn og dekra við húðina með góðum vörum. Ferlið byrjar oft samhliða því að hún gerir börnin sín tvö tilbúin fyrir svefninn. „Ég tek minn tíma í þetta. Ég er ekkert að flýta mér þegar ég er að græja mig fyrir nóttina.“ Linda segir að hún byrji oft á meðan börnin eru í baði á sama baðherberginu. „Þá set ég á mig eitt andlitsvatn og svo set ég þau í náttföt og þá set ég á mig annað andlitsvatn.“ Linda Ben fór yfir sína rútínu og uppáhalds förðunar- og snyrtivörur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu. Þáttinn má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Linda starfar á samfélagsmiðlum og er einstaklega klár í eldhúsinu. Hún hefur meðal annars gefið út matreiðslubókina Kökur. Hún sýnir sínar uppáhalds snyrtivörur í þættinum.Undireins/Birgitta Stefánsdóttir Nuddaði burt hnútana Að gefa húðrútínunni góðan tíma tryggir að vörurnar ná að komast vel inn í húðina áður en sú næsta er sett á andlitið. Þetta er líka einstaklega sniðugt hjá Lindu því með þessu tryggir hún að húðvörurnar séu ekki nýlega komnar á andlitið þegar hún leggst á koddann að sofa á kvöldin. Það gæti valdið því að húðvörurnar færu í koddaverið í stað þess að gefa andlitinu raka. Þegar Linda ætlar að gera extra vel við sig notar hún andlitsmaska eða andlitsnuddtæki og svo byrjaði hún nýlega að nota Gua Sha. „Þegar ég byrjaði að nota þetta þá fann ég fyrir hnútum í kjálkanum á mér sem ég náði bara að nudda úr. Þeir hafa ekkert komið aftur svo ég held að þetta sé komið til að vera. Í þættinum er smá innlit á fallegt heimili Lindu í Mosfellsbænum, förðunarráðið er á sínum stað og svo sýnir Linda Ben ótrúlega takta í augnháraáskoruninni.
Tíska og hönnun HI beauty Förðun Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira