Eriksen: „Að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:31 Christian Eriksen í leiknum gegn Newcastle í gær (Photo by Marc Atkins/Getty Images) Getty Images Christian Eriksen snéri aftur á völlinn í gær, 259 dögum eftir að danski landsliðsmaðurinn dó á fótboltavellinum í Parken í Kaupmannahöfn í landsleik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford. Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford.
Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira