Staðfesta að framleiðslu Nágranna verður hætt í júní Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2022 08:04 Karl Kennedy og Izzy Hoyland líst ekkert á blikuna. Fremantle Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni. Breska Guardian og fjöldi ástralskra fjölmiðla greina frá þessu, en óvissa hefur ríkt um framtíð þáttanna eftir að Channel 5 greindi frá ákvörðun sinni fyrr á árinu. Ljóst má vera að þetta er mikil harmafregn fyrir marga, enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda víða um heim og þar með talið hér á landi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 um margra ára skeið. „Það er með mikilli sorg að við staðfestum að eftir 37 ár og nærri níu þúsund sýnda þætti, þá verður framleiðslu Nágranna hætt í júní,“ segir talsmaður Fremantle. „Í kjölfar þess að hafa misst breskan lykilsamstarfsaðila við framleiðslu, og þrátt fyrir leit að annarri fjármögnun, þá eigum við enga annan möguleika en að hvíla þættina.“ Kartan á árum áður. Í þáttunum er sagt frá ástum og örlögum íbúa við götuna Ramsay Street í bænum Erinsborough. Talsmaður Fremantle segir að nú þegar þessum kafla Ramsay Street er á enda þá heitir fyrirtækið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita þáttunum þá kveðjustund sem þeir eiga skilið. Fjölmargir ástralskir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í Nágrönnum til að síðar verða heimsstjörnur. Má þar nefna leikara og leikkonur á borð við Guy Pearce, Margot Robbie, Kylie Minouge, Holly Valance, Delta Goodrem og Jason Donovan. Channel 5 hafði fjármagnað framleiðslu þáttanna síðan 2008. Fyrsti þáttur Nágranna var sýndur 18. mars 1985, en sjónvarpsstöðin Seven hætti framleiðslunni skömmu síðar, áður en þættirnir slógu í gegn á heimsvísu. Það gerðist eftir að sjónvarpsstöðin Ten ákvað að halda framleiðslunni áfram árið 1986. Bíó og sjónvarp Ástralía Tímamót Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Breska Guardian og fjöldi ástralskra fjölmiðla greina frá þessu, en óvissa hefur ríkt um framtíð þáttanna eftir að Channel 5 greindi frá ákvörðun sinni fyrr á árinu. Ljóst má vera að þetta er mikil harmafregn fyrir marga, enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda víða um heim og þar með talið hér á landi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 um margra ára skeið. „Það er með mikilli sorg að við staðfestum að eftir 37 ár og nærri níu þúsund sýnda þætti, þá verður framleiðslu Nágranna hætt í júní,“ segir talsmaður Fremantle. „Í kjölfar þess að hafa misst breskan lykilsamstarfsaðila við framleiðslu, og þrátt fyrir leit að annarri fjármögnun, þá eigum við enga annan möguleika en að hvíla þættina.“ Kartan á árum áður. Í þáttunum er sagt frá ástum og örlögum íbúa við götuna Ramsay Street í bænum Erinsborough. Talsmaður Fremantle segir að nú þegar þessum kafla Ramsay Street er á enda þá heitir fyrirtækið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita þáttunum þá kveðjustund sem þeir eiga skilið. Fjölmargir ástralskir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í Nágrönnum til að síðar verða heimsstjörnur. Má þar nefna leikara og leikkonur á borð við Guy Pearce, Margot Robbie, Kylie Minouge, Holly Valance, Delta Goodrem og Jason Donovan. Channel 5 hafði fjármagnað framleiðslu þáttanna síðan 2008. Fyrsti þáttur Nágranna var sýndur 18. mars 1985, en sjónvarpsstöðin Seven hætti framleiðslunni skömmu síðar, áður en þættirnir slógu í gegn á heimsvísu. Það gerðist eftir að sjónvarpsstöðin Ten ákvað að halda framleiðslunni áfram árið 1986.
Bíó og sjónvarp Ástralía Tímamót Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55