Þörf á meiri fræðslu- og málsvarastarfi um konur, frið og öryggi Heimsljós 3. mars 2022 12:30 Samkvæmt nýútgefinni úttekt á landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018 til 2022 er þörf á frekari fræðslu- og málsvarastarfi. Alls eru 26 tillögur settar fram í úttektinni sem var framkvæmd af Alþjóðamálastofnun Háskóla með það að markmiði að meta árangur landsáætlunar Íslands um konur, frið og öryggi 2018-2022 og leggja fram tillögur um það hvað betur megi fara í starfi Íslands í málaflokknum. Í landsáætlun eru settar fram aðgerðir af Íslands hálfu til að styðja við málefni sem varða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi og aðrar tengdar ályktanir. Áætlunin byggir á fjórum meginþáttum: fræðslu og málsvarastarfi; þátttöku; fyrirbyggjandi starfi, vernd aðstoð og endurhæfingu; og samstarfi og samráði. Samkvæmt meginniðurstöðum er enn verk að vinna þegar kemur að fræðslu- og málsvarastarfi. Þátttaka hefur verið efld, meðal annars með aðkomu Jafnréttisskóla GRÓ að þjálfun kvenna frá átakasvæðum og þátttöku skólans í samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins við UN Women í Mósambík. Þá tekur Ísland virkan þátt í tengslaneti norrænna kvenna í friðarumleitunum (Nordic Women Mediators), en bent er á að þörf sé fyrir að slík þátttaka sé betur skilgreind til að hún skili haldbærum árangri. Hvað varðar þætti sem tengjast fyrirbyggjandi starfi, vernd aðstoð og endurhæfingu, þá hefur Ísland unnið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast málefnasviðinu. Meðal annars eru tvö verkefni sem hafa verið framkvæmd undir merkjum 1325 í Mósambík og Malaví. Nokkrir framkvæmdaþættir eru á hendi annarra aðila en utanríkisráðuneytisins, svo sem vinna gegn mansali, sem hefur tekist vel, og fræðsla fyrir konur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Því verkefni er sinnt, en þó eru lagðar fram tillögur umbóta. Loks er talið að eftirfylgni með áætluninni sé ábótavant, auk samstarfs og samráði innanlands vegna framkvæmdar. Tillögur í úttektinni verða nýttar til að fylgja eftir framkvæmd núverandi áætlunar til loka árs 2022 og einnig verða ábendingar lagðar til grundvallar í mótun nýrrar áætlunar sem stefnt er að taki gildi í upphafi árs 2023. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent
Alls eru 26 tillögur settar fram í úttektinni sem var framkvæmd af Alþjóðamálastofnun Háskóla með það að markmiði að meta árangur landsáætlunar Íslands um konur, frið og öryggi 2018-2022 og leggja fram tillögur um það hvað betur megi fara í starfi Íslands í málaflokknum. Í landsáætlun eru settar fram aðgerðir af Íslands hálfu til að styðja við málefni sem varða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi og aðrar tengdar ályktanir. Áætlunin byggir á fjórum meginþáttum: fræðslu og málsvarastarfi; þátttöku; fyrirbyggjandi starfi, vernd aðstoð og endurhæfingu; og samstarfi og samráði. Samkvæmt meginniðurstöðum er enn verk að vinna þegar kemur að fræðslu- og málsvarastarfi. Þátttaka hefur verið efld, meðal annars með aðkomu Jafnréttisskóla GRÓ að þjálfun kvenna frá átakasvæðum og þátttöku skólans í samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins við UN Women í Mósambík. Þá tekur Ísland virkan þátt í tengslaneti norrænna kvenna í friðarumleitunum (Nordic Women Mediators), en bent er á að þörf sé fyrir að slík þátttaka sé betur skilgreind til að hún skili haldbærum árangri. Hvað varðar þætti sem tengjast fyrirbyggjandi starfi, vernd aðstoð og endurhæfingu, þá hefur Ísland unnið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast málefnasviðinu. Meðal annars eru tvö verkefni sem hafa verið framkvæmd undir merkjum 1325 í Mósambík og Malaví. Nokkrir framkvæmdaþættir eru á hendi annarra aðila en utanríkisráðuneytisins, svo sem vinna gegn mansali, sem hefur tekist vel, og fræðsla fyrir konur sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Því verkefni er sinnt, en þó eru lagðar fram tillögur umbóta. Loks er talið að eftirfylgni með áætluninni sé ábótavant, auk samstarfs og samráði innanlands vegna framkvæmdar. Tillögur í úttektinni verða nýttar til að fylgja eftir framkvæmd núverandi áætlunar til loka árs 2022 og einnig verða ábendingar lagðar til grundvallar í mótun nýrrar áætlunar sem stefnt er að taki gildi í upphafi árs 2023. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent