Skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 3. mars 2022 13:32 Góður bæjarbragur skiptir miklu máli. Við viljum hafa umhverfið fallegt og fólkið skemmtilegt. Aðlaðandi umhverfi og góð aðstaða styðja við góðan bæjarbrag. Garðatorg hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og nú þurfum við að halda áfram. Við þurfum að bæta um betur með frekari uppbyggingu, lagfæringum og nýjungum á torginu. Möguleikarnir eru mýmargir og til viðbótar við lagfæringar á yfirbyggingu og stétt má t.d. nefna mathöll, skautasvell, skjólsælt leiksvæði fyrir yngstu börnin, ungmennahús og fleira sem eflir mannlífið. Allt eru þetta fjölskylduvænar og uppbyggilegar hugmyndir sem vert er að taka vel í og láta verða að veruleika. Stækkandi bær, lækkandi skattar Garðabær er stór og fer stækkandi. Garðbæingar eru orðnir fleiri en 18 þúsund talsins og það er gríðarlega mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu og dagskrá fyrir alla aldurshópa, víðs vegar í bænum. Miklu máli skiptir að hafa aðgang að þjónustu í nærumhverfi sínu. Þess vegna eigum við að efla hverfiskjarna í Urriðaholti og á Álftanesi, með fjölskylduvænar hugmyndir í fjölskylduvænu bæjarfélagi. Lækkun fasteignaskatta er jákvæður hvati fyrir atvinnulífið sem aftur ýtir undir menningarlíf í bænum. Lágar álögur og hóflegar skuldir eru stef sem við sjálfstæðismenn höfum haft að leiðarljósi í Garðabæ og því eigum við að halda áfram. Sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Lækkum fasteignaskatt fyrir heimili og atvinnulíf. Notum náttúruna fallega Sveitarfélagið er stórt og víðfeðmt og okkur er í lófa lagið að nýta opnu svæðin fyrir fjölbreyttar uppákomur og hvers kyns heilsueflandi starfsemi. Höldum tónleika, leiksýningar og aðra menningarviðburði á laugardögum á sumrin. Bjóðum upp á kakó og vöfflur við Vífilsstaðavatn um vetur. Aðstaða fyrir vatnasport og sjósund ætti einnig að vera valkostur og aðstaða á að vera til fyrirmyndar. Markmiðið á að vera að mæta þörfum íbúa Garðabæjar, hvort sem þeir eru ungir eða eldri, skapandi listafólk, útivistarfólk eða innipúkar, búsettir í miðjum bænum eða í hverfum nær náttúrunni. Margsannað er að fylgnin á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa er mikil. Ég vil að Garðbæingar séu ánægðir í bænum sínum. Ég vil skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Höfundur er formaður bæjarráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Góður bæjarbragur skiptir miklu máli. Við viljum hafa umhverfið fallegt og fólkið skemmtilegt. Aðlaðandi umhverfi og góð aðstaða styðja við góðan bæjarbrag. Garðatorg hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og nú þurfum við að halda áfram. Við þurfum að bæta um betur með frekari uppbyggingu, lagfæringum og nýjungum á torginu. Möguleikarnir eru mýmargir og til viðbótar við lagfæringar á yfirbyggingu og stétt má t.d. nefna mathöll, skautasvell, skjólsælt leiksvæði fyrir yngstu börnin, ungmennahús og fleira sem eflir mannlífið. Allt eru þetta fjölskylduvænar og uppbyggilegar hugmyndir sem vert er að taka vel í og láta verða að veruleika. Stækkandi bær, lækkandi skattar Garðabær er stór og fer stækkandi. Garðbæingar eru orðnir fleiri en 18 þúsund talsins og það er gríðarlega mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu og dagskrá fyrir alla aldurshópa, víðs vegar í bænum. Miklu máli skiptir að hafa aðgang að þjónustu í nærumhverfi sínu. Þess vegna eigum við að efla hverfiskjarna í Urriðaholti og á Álftanesi, með fjölskylduvænar hugmyndir í fjölskylduvænu bæjarfélagi. Lækkun fasteignaskatta er jákvæður hvati fyrir atvinnulífið sem aftur ýtir undir menningarlíf í bænum. Lágar álögur og hóflegar skuldir eru stef sem við sjálfstæðismenn höfum haft að leiðarljósi í Garðabæ og því eigum við að halda áfram. Sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Lækkum fasteignaskatt fyrir heimili og atvinnulíf. Notum náttúruna fallega Sveitarfélagið er stórt og víðfeðmt og okkur er í lófa lagið að nýta opnu svæðin fyrir fjölbreyttar uppákomur og hvers kyns heilsueflandi starfsemi. Höldum tónleika, leiksýningar og aðra menningarviðburði á laugardögum á sumrin. Bjóðum upp á kakó og vöfflur við Vífilsstaðavatn um vetur. Aðstaða fyrir vatnasport og sjósund ætti einnig að vera valkostur og aðstaða á að vera til fyrirmyndar. Markmiðið á að vera að mæta þörfum íbúa Garðabæjar, hvort sem þeir eru ungir eða eldri, skapandi listafólk, útivistarfólk eða innipúkar, búsettir í miðjum bænum eða í hverfum nær náttúrunni. Margsannað er að fylgnin á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa er mikil. Ég vil að Garðbæingar séu ánægðir í bænum sínum. Ég vil skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Höfundur er formaður bæjarráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar