Slógu áhorfendamet í fyrsta heimaleik félagsins í sögunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 16:01 Stuðningsmenn Charlotte FC létu vel í sér heyra á fyrsta heimaleiknum í sögu félagsins. ap/Jacob Kupferman Charlotte FC lék sinn fyrsta heimaleik í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta um helgina og hann reyndist sögulegur. Charlotte er 28. og nýjasta félagið í MLS. Mikið var um dýrðir þegar Charlotte tók á móti Los Angeles Galaxy í fyrsta heimaleik sínum í MLS á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlotte, hinum glæsilega Bank of America Stadium sem félagið deilir með NFL-liðinu Carolina Panthers. Hvorki fleiri né færri en 74.479 manns mættu á leikinn en aldrei hafa fleiri sótt leik í sögu MLS. Gamla metið var frá því í desember 2018 þegar 73.019 manns sáu Atlanta United og Portland Timbers spila. Fjórir af fimm mestu sóttu leikjum í sögu MLS eru leikir með Atlanta. Minted History Your NEW @MLS Attendance Record! pic.twitter.com/8tgefRS9C2— Charlotte FC (@CharlotteFC) March 6, 2022 Charlotte FC set the new MLS attendance record in their first ever home game pic.twitter.com/n4vNaElk4U— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Stemmningin á leik Charlotte og LA Galaxy á laugardaginn var rafmögnuð og það var sérstaklega tilkomumikið þegar áhorfendur tóku undir með bandaríska þjóðsöngnum. *goosebumps*#ForTheCrown pic.twitter.com/WSqx5I4pmz— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 Áhorfendur á Bank of America leikvanginum sáu þó sína menn ekki vinna sinn fyrsta MLS-leik í sögunni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mexíkóinn Efrain Alvárez fyrir LA Galaxy. Úrslitin spilltu þó ekki gleðinni fyrir þjálfara Charlotte, Miguel Ramírez. „Við spilum fótbolta því við viljum vinna en í kvöld finnst mér ég vera heppnasti þjálfari í heimi. Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst andrúmsloftinu með orðum. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu partíi því þetta var partí,“ sagði Ramírez. Absolute scenes in Charlotte. @CharlotteFC x #ForTheCrown pic.twitter.com/XvZbKgZ4gO— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 The first of many. Welcome home, @CharlotteFC. pic.twitter.com/TX3NOk8Mgx— Major League Soccer (@MLS) March 7, 2022 Charlotte hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þess án þess að skora mark. Næsti leikur Charlotte er gegn Atlanta 13. mars. MLS Tengdar fréttir Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Sjá meira
Charlotte er 28. og nýjasta félagið í MLS. Mikið var um dýrðir þegar Charlotte tók á móti Los Angeles Galaxy í fyrsta heimaleik sínum í MLS á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlotte, hinum glæsilega Bank of America Stadium sem félagið deilir með NFL-liðinu Carolina Panthers. Hvorki fleiri né færri en 74.479 manns mættu á leikinn en aldrei hafa fleiri sótt leik í sögu MLS. Gamla metið var frá því í desember 2018 þegar 73.019 manns sáu Atlanta United og Portland Timbers spila. Fjórir af fimm mestu sóttu leikjum í sögu MLS eru leikir með Atlanta. Minted History Your NEW @MLS Attendance Record! pic.twitter.com/8tgefRS9C2— Charlotte FC (@CharlotteFC) March 6, 2022 Charlotte FC set the new MLS attendance record in their first ever home game pic.twitter.com/n4vNaElk4U— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Stemmningin á leik Charlotte og LA Galaxy á laugardaginn var rafmögnuð og það var sérstaklega tilkomumikið þegar áhorfendur tóku undir með bandaríska þjóðsöngnum. *goosebumps*#ForTheCrown pic.twitter.com/WSqx5I4pmz— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 Áhorfendur á Bank of America leikvanginum sáu þó sína menn ekki vinna sinn fyrsta MLS-leik í sögunni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mexíkóinn Efrain Alvárez fyrir LA Galaxy. Úrslitin spilltu þó ekki gleðinni fyrir þjálfara Charlotte, Miguel Ramírez. „Við spilum fótbolta því við viljum vinna en í kvöld finnst mér ég vera heppnasti þjálfari í heimi. Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst andrúmsloftinu með orðum. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu partíi því þetta var partí,“ sagði Ramírez. Absolute scenes in Charlotte. @CharlotteFC x #ForTheCrown pic.twitter.com/XvZbKgZ4gO— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 The first of many. Welcome home, @CharlotteFC. pic.twitter.com/TX3NOk8Mgx— Major League Soccer (@MLS) March 7, 2022 Charlotte hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þess án þess að skora mark. Næsti leikur Charlotte er gegn Atlanta 13. mars.
MLS Tengdar fréttir Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Sjá meira
Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01