UEFA stefnir á að meirihluti landsliða verði með á EM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 10:01 Íslenska landsliðið ætti að eiga greiðari leið á EM ef fyrirætlanir UEFA verða að veruleika. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stefnir að því að 32 lið verði með í lokakeppni EM karla árið 2028. Það myndi þýða að aðeins 23 af 55 knattspyrnusamböndum Evrópu ættu ekki lið á mótinu og hafa þessar fyrirætlanir verið gagnrýndar. Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira