Forseti PSG ætlaði í dómarann eftir leik og lét öllum illum látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 09:01 Nasser Al-Khelaifi er forseti Paris Saint-Germain og hefur sett mikinn pening í félagið til að vinna loksins Meistaradeildina. Hann þarf að bíða í eitt ár enn að minnsta kosti. Getty/Sebnem Coskun Forráðamenn Paris Saint-Germain voru öskuillir eftir leik Real Madrid og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Real sló PSG út. Það þurfti að kalla til öryggisverði til að halda aftur af Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, og íþróttastjóranum Leonardo eftir leikinn. Þeir ætluðu báðir að finna dómara leiksins og kvarta yfir hans frammistöðu. PSG were left fuming after Real Madrid's win at the Bernabeu, with security having to intervene when president Nasser Al-Khelaifi and sporting director Leonardo went looking for the referee to complain about his performance, sources have told @alexkirkland. pic.twitter.com/UhNt7f6wYH— ESPN FC (@ESPNFC) March 10, 2022 Parísarliðið var í góðum málum eftir að Kylian Mbappe kom liðinu 1-0 yfir og þar með 2-0 samanlagt. Karim Benzema skoraði hins vegar þrennu í seinni hálfleik og tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum. PSG-menn voru sérstaklega ósáttir með jöfnunarmarkið hjá Karim Benzema en þeir töldu að Benzema hefði þar brotið á markverðinum Gianluigi Donnarumma áður en hann skoraði. At the end of the match, PSG president Nasser Al-Khelaifi went to the locker room reportedly hitting and yelling while looking for the referees, per @m_marchante pic.twitter.com/WbXv16luVa— B/R Football (@brfootball) March 9, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir því að þeir Al-Khelaifi og Leonardo hefðu yfirgefið forsetasvítuna í leikslok látandi öllum illum látum. Þeir öskruðu og kölluðu ákvörðun dómarans skammarlega áður en þeir lögðu af stað í átt að leikmannagöngunum til að leita uppi búningsklefa dómaranna. Þeir fundu ekki dómaraherbergið strax en það tókst á endanum. Þeir bönkuðu þá á dyrnar en öryggisverðir mættu þá að staðinn til að róa menn niður og koma í veg fyrir að PSG-mennirnir færu í dómarann. Einn heimildarmaður ESPN sagði að hann hefði aldrei séð háttsetta menn haga sér svona á knattspyrnuleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það þurfti að kalla til öryggisverði til að halda aftur af Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, og íþróttastjóranum Leonardo eftir leikinn. Þeir ætluðu báðir að finna dómara leiksins og kvarta yfir hans frammistöðu. PSG were left fuming after Real Madrid's win at the Bernabeu, with security having to intervene when president Nasser Al-Khelaifi and sporting director Leonardo went looking for the referee to complain about his performance, sources have told @alexkirkland. pic.twitter.com/UhNt7f6wYH— ESPN FC (@ESPNFC) March 10, 2022 Parísarliðið var í góðum málum eftir að Kylian Mbappe kom liðinu 1-0 yfir og þar með 2-0 samanlagt. Karim Benzema skoraði hins vegar þrennu í seinni hálfleik og tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum. PSG-menn voru sérstaklega ósáttir með jöfnunarmarkið hjá Karim Benzema en þeir töldu að Benzema hefði þar brotið á markverðinum Gianluigi Donnarumma áður en hann skoraði. At the end of the match, PSG president Nasser Al-Khelaifi went to the locker room reportedly hitting and yelling while looking for the referees, per @m_marchante pic.twitter.com/WbXv16luVa— B/R Football (@brfootball) March 9, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir því að þeir Al-Khelaifi og Leonardo hefðu yfirgefið forsetasvítuna í leikslok látandi öllum illum látum. Þeir öskruðu og kölluðu ákvörðun dómarans skammarlega áður en þeir lögðu af stað í átt að leikmannagöngunum til að leita uppi búningsklefa dómaranna. Þeir fundu ekki dómaraherbergið strax en það tókst á endanum. Þeir bönkuðu þá á dyrnar en öryggisverðir mættu þá að staðinn til að róa menn niður og koma í veg fyrir að PSG-mennirnir færu í dómarann. Einn heimildarmaður ESPN sagði að hann hefði aldrei séð háttsetta menn haga sér svona á knattspyrnuleik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira