Orkuöryggi á ófriðartímum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. mars 2022 16:01 Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Alþjóðaviðskipti eru alls ekki slæm, heldur eru þau í raun frábær leið til að stuðla að auknum gæðum og meiri hagkvæmni í vöruframleiðslu. Þegar kemur að grunnþörfum eins og orku og fæðu getur hinsvegar verið óþægilegt að vera algerlega háður öðrum ríkjum varðandi lífsnauðsynjar. Með jarðhitavæðingu hér á landi stigu Íslendingar risastórt skref í orkuöryggismálum þó að það hafi stundum gleymst, enda eiga jákvæð efnahags- og umhverfisháhrif jafnan sviðsljósið. Ef Ísland væri olíukynt, eins og algengt var fyrir nokkrum áratugum, þyrfti mögulega um 25 þúsund olíutunnur á dag til að anna húshitun á Íslandi. Slík staða væri hálf óhugnanleg í ljósi þeirra átaka sem nú eru í gangi í heiminum. Tökum næstu skref Íslendingar eru óþægilega háðir olíu í vegasamgöngum enda er olía í vegasamgöngum í raun blóðið í æðakerfi hagkerfisins. Án innflutnings á olíu myndi þjóðfélagið nánast lamast á örfáum mánuðum. Nú eru að skapast forsendur til að klára orkuöryggismál þjóðarinnar að miklu leyti með orkuskiptum vegasamgangna. Vegferðin er hafin og nú er þjóðin ekki lengur 100% háð innfluttri olíu í vegasamgöngum. Nú þegar eru um 13% fólksbifreiða í umferð á Íslandi knúnar innlendri orku að hluta eða öllu leyti og undanfarna mánuði hafa fólksbifreiðar með innstungu verið um og yfir 70% af nýskráðum fólksbílum. Þó að langstærsti hluti bifreiða á götum landsins sé enn keyrður á innfluttri olíu, þá eru nýorkubílar farnir að leggja örlítið af mörkum við orku- og þjóðaröryggi landsins. Gróflega má áætla að nýorkufólksbílar á götum landsins í dag séu að minnka olíuinnflutning landsins um 20 milljón lítra á ári eða rúmlega 300 tunnur á dag. Þetta er þó ekki allt, því að um 600 sendibifreiðar ganga nú á innlendri orku, auk um 30 hópbifreiða. Nú þarf að sýna djörfung og hraða þessum jákvæðu umskiptum. Hættum að nýskrá glænýja bensín- og dísilbíla og hröðum orkuskiptavegferðinni þegar kemur að atvinnubílum. Fleiri leiðir Enn fleiri skynsamlegar leiðir finnast líka, til að draga úr innflutningi á olíu og auka þannig þjóðaröryggi landsins. Breyttar ferðavenjur er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og snúast ekki bara um að losa sig algerlega við einkabílinn heldur tileinka sér bílminni lífsstíl. Heimavinna, sam- og sparakstur og almenningssamgöngur geta t.d. skilað miklum árangri auk þess sem rafhjól og rafskútur eru að verða sífellt áhugaverðari kostur þegar að kemur að fækkun bílferða. Einn dagur á viku sem afgreiddur er með heimavinnu, hjólreiðum, samakstri eða almenningssamgöngum getur minnkað olíunotkun og þar með olíukostnað heimilis um 15%. Vissulega henta þessir kostir ekki öllum, en örugglega nógu mörgum til að hægt sé að minnka olíunotkun umtalsvert og færa okkur enn nær fullkomnu orkuöryggi sem ætti að vera innan seilingar á næstu áratugum. Höfundur er sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Bensín og olía Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Alþjóðaviðskipti eru alls ekki slæm, heldur eru þau í raun frábær leið til að stuðla að auknum gæðum og meiri hagkvæmni í vöruframleiðslu. Þegar kemur að grunnþörfum eins og orku og fæðu getur hinsvegar verið óþægilegt að vera algerlega háður öðrum ríkjum varðandi lífsnauðsynjar. Með jarðhitavæðingu hér á landi stigu Íslendingar risastórt skref í orkuöryggismálum þó að það hafi stundum gleymst, enda eiga jákvæð efnahags- og umhverfisháhrif jafnan sviðsljósið. Ef Ísland væri olíukynt, eins og algengt var fyrir nokkrum áratugum, þyrfti mögulega um 25 þúsund olíutunnur á dag til að anna húshitun á Íslandi. Slík staða væri hálf óhugnanleg í ljósi þeirra átaka sem nú eru í gangi í heiminum. Tökum næstu skref Íslendingar eru óþægilega háðir olíu í vegasamgöngum enda er olía í vegasamgöngum í raun blóðið í æðakerfi hagkerfisins. Án innflutnings á olíu myndi þjóðfélagið nánast lamast á örfáum mánuðum. Nú eru að skapast forsendur til að klára orkuöryggismál þjóðarinnar að miklu leyti með orkuskiptum vegasamgangna. Vegferðin er hafin og nú er þjóðin ekki lengur 100% háð innfluttri olíu í vegasamgöngum. Nú þegar eru um 13% fólksbifreiða í umferð á Íslandi knúnar innlendri orku að hluta eða öllu leyti og undanfarna mánuði hafa fólksbifreiðar með innstungu verið um og yfir 70% af nýskráðum fólksbílum. Þó að langstærsti hluti bifreiða á götum landsins sé enn keyrður á innfluttri olíu, þá eru nýorkubílar farnir að leggja örlítið af mörkum við orku- og þjóðaröryggi landsins. Gróflega má áætla að nýorkufólksbílar á götum landsins í dag séu að minnka olíuinnflutning landsins um 20 milljón lítra á ári eða rúmlega 300 tunnur á dag. Þetta er þó ekki allt, því að um 600 sendibifreiðar ganga nú á innlendri orku, auk um 30 hópbifreiða. Nú þarf að sýna djörfung og hraða þessum jákvæðu umskiptum. Hættum að nýskrá glænýja bensín- og dísilbíla og hröðum orkuskiptavegferðinni þegar kemur að atvinnubílum. Fleiri leiðir Enn fleiri skynsamlegar leiðir finnast líka, til að draga úr innflutningi á olíu og auka þannig þjóðaröryggi landsins. Breyttar ferðavenjur er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og snúast ekki bara um að losa sig algerlega við einkabílinn heldur tileinka sér bílminni lífsstíl. Heimavinna, sam- og sparakstur og almenningssamgöngur geta t.d. skilað miklum árangri auk þess sem rafhjól og rafskútur eru að verða sífellt áhugaverðari kostur þegar að kemur að fækkun bílferða. Einn dagur á viku sem afgreiddur er með heimavinnu, hjólreiðum, samakstri eða almenningssamgöngum getur minnkað olíunotkun og þar með olíukostnað heimilis um 15%. Vissulega henta þessir kostir ekki öllum, en örugglega nógu mörgum til að hægt sé að minnka olíunotkun umtalsvert og færa okkur enn nær fullkomnu orkuöryggi sem ætti að vera innan seilingar á næstu áratugum. Höfundur er sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun