Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2022 14:42 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands hefur ekki tjáð sig um afstöðu sína gagnvart inngöngu í NATO eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Getty/Thierry Monasse Meira en sextíu prósent Finna eru hlynnt inngöngu í Atlantshafsbandalagið, NATO, og aðeins sextán prósent þeirra eru mótfallnir því. Stuðningur við innöngu hefur aukist gríðarlega frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Finnska ríkisútvarpið hefur birt niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 62 prósent Finna séu nú hlynnt inngöngu í NATO. Aukningin er gríðarleg frá síðustu könnun ríkisútvarpsins sem gerð var þegar innrásin hófst. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar 28. febrúar síðastliðinn en þá voru 53 prósent Finna hlynnt inngöngu í bandalagið. 21 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki með né á móti inngöngu. Fram kemur í frétt finnska ríkisútvarpsins að afstaða Finna til inngöngu í NATO hafi breyst mjög hratt. Vísað er þar til svipaðrar könnunar sem finnska dagblaðið Helsingin Sanomat birti í febrúar en þá voru 43 prósent svarenda hlynnt inngöngu. Í könnun ríkisútvarpsins sem gerð var 2017 þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í NATO voru aðeins nítján prósent svarenda hlynnt inngöngu í bandalagið. Fram kemur í fréttinni að 1.378 Finnar hafi tekið þátt í könnuninni, sem fór fram dagana 9. til 11. mars. Þá séu karlmenn hlynntari inngöngu í bandalagið en konur en stuðningurinn hafi aukist bæði meðal kvenna og karla frá síðustu könnun. Þá er stuðningur meiri meðal eldra fólks en yngra. Rússar hóta hernaðaraðgerðum gangi Finnar og Svíar í NATO Í könnuninni var einnig spurt hver afstaða fólks til inngöngu í NATO væri ef Svíþjóð myndi óska eftir inngöngu í NATO. Í því tilviki svöruðu 77 prósent svarenda að þau væru hlynnt inngöngu í bandalagið. Finnland er það land í Evrópu sem á lengstu landamærin að Rússlandi eða rúma 1.300 kílómetra. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst vöruðu rússnesk yfirvöld Finna og Svía við því að gengju þeir í NATO þá myndu þau þurfa að glíma við alvarlegar hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar. „Finnland og Svíþjóð ættu ekki að byggja öryggi sitt á því að minnka öryggi annarra ríkja. Innganga þeirra í NATO gæti haft alvarlegar afleiðingar og þeir átt von á hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu 25. febrúar. Yfirlýsing hennar var svo ítrekuð af utanríkisráðuneyti Rússlands í tísti sem birtist sama dag. 💬#Zakharova: We regard the Finnish government’s commitment to a military non-alignment policy as an important factor in ensuring security and stability in northern Europe. ☝️Finland’s accession to @NATO would have serious military and political repercussions. pic.twitter.com/eCY5oG23rL— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) February 25, 2022 NATO Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Svíþjóð Hernaður Tengdar fréttir „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Finnska ríkisútvarpið hefur birt niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 62 prósent Finna séu nú hlynnt inngöngu í NATO. Aukningin er gríðarleg frá síðustu könnun ríkisútvarpsins sem gerð var þegar innrásin hófst. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar 28. febrúar síðastliðinn en þá voru 53 prósent Finna hlynnt inngöngu í bandalagið. 21 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki með né á móti inngöngu. Fram kemur í frétt finnska ríkisútvarpsins að afstaða Finna til inngöngu í NATO hafi breyst mjög hratt. Vísað er þar til svipaðrar könnunar sem finnska dagblaðið Helsingin Sanomat birti í febrúar en þá voru 43 prósent svarenda hlynnt inngöngu. Í könnun ríkisútvarpsins sem gerð var 2017 þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í NATO voru aðeins nítján prósent svarenda hlynnt inngöngu í bandalagið. Fram kemur í fréttinni að 1.378 Finnar hafi tekið þátt í könnuninni, sem fór fram dagana 9. til 11. mars. Þá séu karlmenn hlynntari inngöngu í bandalagið en konur en stuðningurinn hafi aukist bæði meðal kvenna og karla frá síðustu könnun. Þá er stuðningur meiri meðal eldra fólks en yngra. Rússar hóta hernaðaraðgerðum gangi Finnar og Svíar í NATO Í könnuninni var einnig spurt hver afstaða fólks til inngöngu í NATO væri ef Svíþjóð myndi óska eftir inngöngu í NATO. Í því tilviki svöruðu 77 prósent svarenda að þau væru hlynnt inngöngu í bandalagið. Finnland er það land í Evrópu sem á lengstu landamærin að Rússlandi eða rúma 1.300 kílómetra. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst vöruðu rússnesk yfirvöld Finna og Svía við því að gengju þeir í NATO þá myndu þau þurfa að glíma við alvarlegar hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar. „Finnland og Svíþjóð ættu ekki að byggja öryggi sitt á því að minnka öryggi annarra ríkja. Innganga þeirra í NATO gæti haft alvarlegar afleiðingar og þeir átt von á hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu 25. febrúar. Yfirlýsing hennar var svo ítrekuð af utanríkisráðuneyti Rússlands í tísti sem birtist sama dag. 💬#Zakharova: We regard the Finnish government’s commitment to a military non-alignment policy as an important factor in ensuring security and stability in northern Europe. ☝️Finland’s accession to @NATO would have serious military and political repercussions. pic.twitter.com/eCY5oG23rL— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) February 25, 2022
NATO Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Svíþjóð Hernaður Tengdar fréttir „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47
Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“