Meirihlutinn telur óþarft að grípa strax til aðgerða vegna verðbólguhækkana Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. mars 2022 23:43 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna til vinstri og Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar til hægri. Vísir/Vilhelm/Stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag og sökuðu hana um andvararleysi gagnvart verðbólgu og verðhækkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa tafarlaust inn í en þingmaður Vinstri grænna segir óþarft að grípa strax til aðgerða. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna.
Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06