Rodman „hermdi“ eftir Anníe Mist og Katrínu Tönju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 08:31 Trinity Rodman sést hér eftir fyrsta leikinn sinn með bandaríska landsliðinu. Getty/ Brad Smith Bandaríska knattspyrnukonan Trinity Rodman er á stuttum tíma orðin ein af stærstu knattspyrnustjörnum Bandaríkjamanna. Nú hefur hún gefið út barnabók. Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna. Fótbolti CrossFit Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Alveg eins og íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gerðu í lok síðasta árs þá notar Rodman frægð sína til koma réttum boðskap til ungs íþróttafólks. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Anníe Mist og Katrín Tanja gáfu saman út barnabókina „What is the way?“ eða „Hver er rétta leiðin?“ ef við þýðum titilinn yfir á íslensku en bókin þeirra er á ensku. Rodman hefur nú gefið út barnabókina „Wake Up and Kick It“ eða „Vaknaðu og láttu vaða“ ef við reynum að þýða hana á íslensku. Bókinni er ætlað að hvetja krakka til að elta drauma sína í íþróttum. Anníe og Katrín voru margfaldir heimsmeistarar og stórstjörnur í sinni íþrótta í langan tíma en Rodman er enn bara nítján ára gömul og hefur aðeins lokið einu tímabili í atvinnumennsku. Það hefur auðvitað vakið enn meiri athygli á góðri frammistöðu hennar að hún er dóttir NBA-goðsagnarinnar Dennis Rodman sem varð margfaldur NBA-meistari með Detroit Pistons og Chicago Bulls og er af mörgum talinn besti frákastari sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Dóttir hennar stóð undir pressunni af því að vera Rodman og hefur byrjað fótboltaferil sinn frábærlega. Trinity Rodman var valinn besti nýliðinn í NWSL-deildinni en hún varð bandarískur meistari á fyrsta tímabili sínu með Washington Spirit. Hún lék síðan sína fyrstu landsleiki á SheBelieves Cup. Á dögunum varð Rodman síðan fyrsta knattspyrnukonan til að fá eins milljón dollara samning en hún fær 1,1 milljón Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning við Washington Spirit. Rodman er ekki fyrsta knattspyrnukonan til að gefa út bækur því heimsmeistarinn og markadrottningin Alex Morgan skrifaði The Kicks bókaflokkinn árið 2012. Þær bækur eru orðnar tólf talsins og er ætlað að rækta ást á fótbolta meðal ungra lesanda og þá sérstaklega ungra kvenna.
Fótbolti CrossFit Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira