Framsókn í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 18. mars 2022 08:31 Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð. Mér hefur verið falið að leiða listann og er ég ákaflega þakklátur fyrir það traust. Ég hef starfað í bæjarmálunum á þessum kjörtímabili sem formaður í fjölskylduráði og varabæjarfulltrúi. Hef einnig tekið þátt í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Fyrir utan störf mín á sviði bæjarmála þá er mitt aðalstarf að vera skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri í grunnskólum, fyrst á Grenivík og síðan hér í Hafnarfirði. Sú reynsla hefur og mun áfram nýtast mér afar vel á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega eftir að ég tók við sem skólastjóri Öldutúnsskóla þá settum við okkur það markmið að Öldutúnsskóli ætti að skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla landsins. Við höfum náð virkilega góðum árangri hvað það varðar. Við þurfum ekki annað en að rýna í niðurstöður á mælingum á starfi skólans til að sjá það. Og ég segi ,,við“ einfaldlega vegna þess að ég er ekki einn í þessu. Ég er með fullt af fólki með mér, nemendur, starfsmenn og foreldra. Saman náum við þessum árangri. Þannig sýn hef ég einnig á stjórnmálin. Við þurfum að vinna saman. Vinna saman að því að finna bestu mögulegu leiðirnar. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála en með því að ræða málin þá oftar en ekki náum við góðri lendingu. Ég hef aldrei og mun aldrei tala niður skoðanir annarra, þannig pólitík hentar mér ekki. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar skoðanir til að framþróun geti átt sér stað. Með því að hafa ólíkar skoðanir þá skoðum við allar hliðar og reynum að ná bestu mögulegu leiðinni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Málefnavinna er í fullum gangi og það eru nú þegar komnar fullt af hugmyndum um það hvernig við gerum góðan bæ enn betri. Við eigum eftir að kynna okkar áherslur vel fyrir íbúum næstu vikurnar. Við í Framsókn höfum starfað að heilindum á þessum kjörtímabili. Erum stolt af þeim verkum sem við höfum staðið fyrir og komið í framkvæmd. Framundan eru skemmtilegar vikur í kosningabaráttunni. Við ætlum að heyja öfluga kosningabaráttu. Kosningabaráttu sem mun einkennast af fagmennsku, heiðarleika og gleði. Við ætlum okkur stóra hluti í kosningunum í vor. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð. Mér hefur verið falið að leiða listann og er ég ákaflega þakklátur fyrir það traust. Ég hef starfað í bæjarmálunum á þessum kjörtímabili sem formaður í fjölskylduráði og varabæjarfulltrúi. Hef einnig tekið þátt í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Fyrir utan störf mín á sviði bæjarmála þá er mitt aðalstarf að vera skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri í grunnskólum, fyrst á Grenivík og síðan hér í Hafnarfirði. Sú reynsla hefur og mun áfram nýtast mér afar vel á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega eftir að ég tók við sem skólastjóri Öldutúnsskóla þá settum við okkur það markmið að Öldutúnsskóli ætti að skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla landsins. Við höfum náð virkilega góðum árangri hvað það varðar. Við þurfum ekki annað en að rýna í niðurstöður á mælingum á starfi skólans til að sjá það. Og ég segi ,,við“ einfaldlega vegna þess að ég er ekki einn í þessu. Ég er með fullt af fólki með mér, nemendur, starfsmenn og foreldra. Saman náum við þessum árangri. Þannig sýn hef ég einnig á stjórnmálin. Við þurfum að vinna saman. Vinna saman að því að finna bestu mögulegu leiðirnar. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála en með því að ræða málin þá oftar en ekki náum við góðri lendingu. Ég hef aldrei og mun aldrei tala niður skoðanir annarra, þannig pólitík hentar mér ekki. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar skoðanir til að framþróun geti átt sér stað. Með því að hafa ólíkar skoðanir þá skoðum við allar hliðar og reynum að ná bestu mögulegu leiðinni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Málefnavinna er í fullum gangi og það eru nú þegar komnar fullt af hugmyndum um það hvernig við gerum góðan bæ enn betri. Við eigum eftir að kynna okkar áherslur vel fyrir íbúum næstu vikurnar. Við í Framsókn höfum starfað að heilindum á þessum kjörtímabili. Erum stolt af þeim verkum sem við höfum staðið fyrir og komið í framkvæmd. Framundan eru skemmtilegar vikur í kosningabaráttunni. Við ætlum að heyja öfluga kosningabaráttu. Kosningabaráttu sem mun einkennast af fagmennsku, heiðarleika og gleði. Við ætlum okkur stóra hluti í kosningunum í vor. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar