Landhelgisgæsluna til Suðurnesja án tafar Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 18. mars 2022 10:31 Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin mun líklega hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi og mikilvægt er að við Íslendingar uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart bandalaginu í þeim efnum, í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins á sama tíma og við treystum varnir Íslands. Um langt skeið hefur verið í umræðunni að flytja skipastól Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja en í ljósi hlutverks Gæslunnar hvað varnarmál varðar þá tel ég mikilvægt að ganga lengra og flytja starfsemi Gæslunnar í heild til Suðurnesja. Það myndi vera til hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna að hafa höfuðstöðvar sínar þar sem miklir möguleikar eru á uppbyggingu til framtíðar. Sem dæmi má nefna að nú er unnið að breytingum í Njarðvíkurhöfn sem mun bæta aðstöðu fyrir skip Gæslunnar til muna og tryggja þeim varanlega aðstöðu. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Gæslunnar í varnarlegu tilliti, flugvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og möguleikar á uppbyggingu á því svæði augljósir. Alþjóðlegar æfingar sem farið hafa fram á svæðinu sýna einnig fram á að aðstaðan á öryggissvæðinu gegnir lykilhlutverki hvort sem litið er til staðsetningar svæðisins, starfsfólks í þjónustu við litlar og stórar flugvélar, aðgengi að eldsneyti eða tækniaðstöðu. Mikilvægt er að horfa til framtíðarþarfa Gæslunnar og taka tillit til aukningar á umfangi, bæði varðandi leit og björgun en ekki síst út frá öryggis- og varnarhagsmunum. Með flutningi Landhelgisgæslunnar myndi ríkisvaldið einnig sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum auk þess að gera Landhelgisgæsluna að mun öflugri stofnun til hagsbóta fyrir sjófarendur, sjúklinga og landsmenn alla. Nauðsynlegt er að tryggja öflugt viðbragð og með samþættingu sem þessari tel ég að því verði náð. En eins og áður sagði hefur umræða um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verið rædd í langan tíma og kallað hefur verið eftir umsögnum hagsmunaaðila í nokkur skipti. Umsagnir hafa langflestar verið mjög jákvæðar og rauði þráðurinn í þeim verið að staðsetningin henti vel, að hægt verði að stórauka starfsemina, fjölga starfsmönnum, möguleikar á að koma á staðvöktum þyrlusveitar og að auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda ef næg fjármögnun er tryggð. Í ljósi alls þessa hvatti ég dómsmálaráðherra í ræðu minni á þingi á dögunum að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Suðurnesja án tafar og setja undirbúning þess í algeran forgang í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Landhelgisgæslunnar, flaggskips okkar í öryggis- og varnarmálum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Ákvarðanir bandalagsins og sú staða sem upp er komin mun líklega hafa í för með sér aukin umsvif hér á landi og mikilvægt er að við Íslendingar uppfyllum skuldbindingar okkar gagnvart bandalaginu í þeim efnum, í samræmi við þjóðaröryggisstefnu landsins á sama tíma og við treystum varnir Íslands. Um langt skeið hefur verið í umræðunni að flytja skipastól Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja en í ljósi hlutverks Gæslunnar hvað varnarmál varðar þá tel ég mikilvægt að ganga lengra og flytja starfsemi Gæslunnar í heild til Suðurnesja. Það myndi vera til hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna að hafa höfuðstöðvar sínar þar sem miklir möguleikar eru á uppbyggingu til framtíðar. Sem dæmi má nefna að nú er unnið að breytingum í Njarðvíkurhöfn sem mun bæta aðstöðu fyrir skip Gæslunnar til muna og tryggja þeim varanlega aðstöðu. Frá Suðurnesjum er stutt á aðalstarfssvæði Gæslunnar í varnarlegu tilliti, flugvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og möguleikar á uppbyggingu á því svæði augljósir. Alþjóðlegar æfingar sem farið hafa fram á svæðinu sýna einnig fram á að aðstaðan á öryggissvæðinu gegnir lykilhlutverki hvort sem litið er til staðsetningar svæðisins, starfsfólks í þjónustu við litlar og stórar flugvélar, aðgengi að eldsneyti eða tækniaðstöðu. Mikilvægt er að horfa til framtíðarþarfa Gæslunnar og taka tillit til aukningar á umfangi, bæði varðandi leit og björgun en ekki síst út frá öryggis- og varnarhagsmunum. Með flutningi Landhelgisgæslunnar myndi ríkisvaldið einnig sýna í verki stuðning sinn við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum auk þess að gera Landhelgisgæsluna að mun öflugri stofnun til hagsbóta fyrir sjófarendur, sjúklinga og landsmenn alla. Nauðsynlegt er að tryggja öflugt viðbragð og með samþættingu sem þessari tel ég að því verði náð. En eins og áður sagði hefur umræða um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja verið rædd í langan tíma og kallað hefur verið eftir umsögnum hagsmunaaðila í nokkur skipti. Umsagnir hafa langflestar verið mjög jákvæðar og rauði þráðurinn í þeim verið að staðsetningin henti vel, að hægt verði að stórauka starfsemina, fjölga starfsmönnum, möguleikar á að koma á staðvöktum þyrlusveitar og að auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda ef næg fjármögnun er tryggð. Í ljósi alls þessa hvatti ég dómsmálaráðherra í ræðu minni á þingi á dögunum að taka ákvörðun um að flytja stofnunina til Suðurnesja án tafar og setja undirbúning þess í algeran forgang í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk Landhelgisgæslunnar, flaggskips okkar í öryggis- og varnarmálum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun