Appelsínugulur Spánn: Mesta loftmengun á jörðinni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2022 16:30 Frá Murcia á Spáni. Javier Carrion / Getty Images Það eru víðar appelsínugular viðvaranir en hér á Íslandi þessi dægrin. Á austurströnd Spánar hefur fólk verið varað við að vera mikið á ferli utandyra í liðinni viku, af því að himinninn er bókstaflega appelsínugulur og loftgæðin eru talin hættuleg. Ástæðan er rauðleitur sandur frá Afríku sem þyrlast inn yfir strendur Spánar. Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira