„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 13:46 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“ Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Flokksþing Framsóknarflokksins fer nú fram á Grand hótel í Reykjavík. Þar hélt Sigurður Ingi ræðu þar sem hann fór yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálunum, eins og horfir við honum. Sigurður Ingi ræddi fyrst stöðuna í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Minntist hann uppvaxtaráranna í skugga kalda stríðsins þar sem ógnartilfinningin var alltaf handan við hornið vegna kjarnorkuvopnaógnarinnar. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa þá ógnartilfinningu sem ég fann bærast innra með mér þegar Pútín minnti á kjarnorkuvopnaeign Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi og átti þar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta. Horfa má á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Hún hefst þegar um 44 mínútur er liðnar af myndbandinu. Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi að samstaða væri eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn. Þá ýjaði hann að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Okkar þekking í vopnabrölti er lítil en þekking okkar í að byggja upp innviði er mikil og getur komið til góða þegar kemur að því að byggja upp eftir stríð,“ sagði Sigurður Ingi sem sagðist vonast eftir því að stríðið myndi ekki standa lengra. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi. Áhyggjur af ofurhagnaði og ítökum sjávarútvegsfyrirtækja Í ræðunni kom Sigurður Ingi einnig inn á sjávarútveginn hér á landi. Sagði hann að mikilvægt væri að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni. Sagði Sigurður Ingi að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð í heiminum, hér hefðu sjávarútvegsfyrirtæki sýnt mikinn metnað og náð miklum árangri í nýtingu sjávarfangs. Sjávarútvegurinn hér væri hátæknigrein þar sem nýjustu tækni væri beitt til að auka vermæti sjávarafla. Engu að síður væri ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum áhyggjuefni. Sigurður Ingi mærði hugvitið í íslenskum sjávarútvegi en sagði að Framsókn hefði áhyggjur af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja í geiranum.Vísir/Jóhann „Ofurhagnaður einstakra fyrirtækja og sífellt aukin ítök sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum greinum er eitthvað sem við í Framsókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá Íslands. Því miður hefur stjórnmálaflokkunum ekki auðnast að ná samhljómi um stjórnarskrárbreytingar en við munum leggja okkar af mörkum til að staðfesta það í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum, eins og aðrar auðlindir landsins, séu eign þjóðarinnar.“ Sagði Sigurður Ingi að Framsóknarflokkurinn myndi leggja áherslu á að stærri hluti af hagnaði einstakra fyrirtækja rynni til þjóðarinnar. „Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjávarútvegurinn greiðir, ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja, samhliða verulega aukinni arðsemi greinarinnar næstu tíu ár, renni til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Við erum til í samtalið um hvernig þessi sátt, sem er nauðsynleg, ekki síst fyrir greinina sjálfa – náist. Það er mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni.“
Framsóknarflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira