Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 22:00 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00