Mickelson missir af fyrsta Mastersmótinu í næstum því þrjá áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 15:30 Phil Mickelson verður ekki með á Mastersmótinu og munu örugglega margir aðdáendur sakna hans. Getty/Luke Walker Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson verður ekki með á Mastersmótinu í golfi sem fer fram á Augusta National golfvellinum í næsta mánuði. Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og þar keppa oftast gömlu meistararnir. Mickelson hefur unnið mótið þrisvar sinnum síðast árið 2010. Phil Mickelson to miss the Masters for the first time in 28 years https://t.co/Z55CkybvAB— The Guardian (@guardian) March 22, 2022 Mickelson verður hins vegar ekki með á Mastersmótinu í ár og er það í fyrsta sinn frá árinu 1994 þar sem hann keppir ekki á mótinu. Forráðamenn Mastersmótsins staðfestu í gær að Mickelson yrði ekki með. Þetta hefði verið hans þrítugasta Mastersmót á ferlinum. Golf s ongoing cancellation of Phil Mickelson has now forced him out of the Masters. You don t have to agree with the things he said recently, for which he apologised, to think this is now turning into an unedifying sporting crucifixion. I ll play with you, @PhilMickelson — Piers Morgan (@piersmorgan) March 21, 2022 Hinn 51 árs gamli Mickelson kom sér í mikil vandræði með yfirlýsingum sínum um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og golfdeild þar í landi. Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Mickelson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem fóru mjög illa í marga. Margir félagar hans á bandarísku mótaröðinni gagnrýndu hann harðlega. Mickelson missti líka stóra styrktaraðila eins og KPMG, Amstel Light og Workday. More details. https://t.co/EHPZlWwRt4— Golf Digest (@GolfDigest) March 21, 2022 Golf Masters-mótið Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og þar keppa oftast gömlu meistararnir. Mickelson hefur unnið mótið þrisvar sinnum síðast árið 2010. Phil Mickelson to miss the Masters for the first time in 28 years https://t.co/Z55CkybvAB— The Guardian (@guardian) March 22, 2022 Mickelson verður hins vegar ekki með á Mastersmótinu í ár og er það í fyrsta sinn frá árinu 1994 þar sem hann keppir ekki á mótinu. Forráðamenn Mastersmótsins staðfestu í gær að Mickelson yrði ekki með. Þetta hefði verið hans þrítugasta Mastersmót á ferlinum. Golf s ongoing cancellation of Phil Mickelson has now forced him out of the Masters. You don t have to agree with the things he said recently, for which he apologised, to think this is now turning into an unedifying sporting crucifixion. I ll play with you, @PhilMickelson — Piers Morgan (@piersmorgan) March 21, 2022 Hinn 51 árs gamli Mickelson kom sér í mikil vandræði með yfirlýsingum sínum um stjórnvöld í Sádí-Arabíu og golfdeild þar í landi. Mickelson tók þátt í að stofna nýja ofurdeild í Sádí-Arabíu sem ætlar í samkeppni við PGA-mótaröðina. Þrátt fyrir það blótaði Mickelson sádí-arabískum stjórnvöldum í sand og ösku í samtali við rithöfundinn Alan Shipnuck sem skrifar væntanlega ævisögu kylfingsins. Mickelson sakaði stjórnvöld í Sádí-Arabíu meðal annars um íþróttaþvott. „Þetta eru ógnvænlegir skrattakollar til að vera í slagtogi við. Við vitum að þeir myrtu Khashoggi og standa sig skelfilega þegar kemur að mannréttindum. Fólk þarna er myrt fyrir að vera samkynhneigt,“ sagði Mickelson en bætti við að þetta væri einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar. Mickelson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem fóru mjög illa í marga. Margir félagar hans á bandarísku mótaröðinni gagnrýndu hann harðlega. Mickelson missti líka stóra styrktaraðila eins og KPMG, Amstel Light og Workday. More details. https://t.co/EHPZlWwRt4— Golf Digest (@GolfDigest) March 21, 2022
Golf Masters-mótið Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira