Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 13:00 Arnar Þór Viðarsson sést hér á æfingu liðsins við hlið fyrirliðans Birkis Bjarnasonar. KSÍ Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira
Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira