Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 11:05 Flóknustu tökurnar í kvikmyndinni munu meðal annars fara fram á Frakkastíg. Vísir/Vilhelm Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar. Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira