„Svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu“ Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 11:53 Fjármálaráðherra segir að hátt söluverð hafi ekki verið eina markmiðið með sölu Íslandsbanka. Hann segir þingmann Pírata stunda hundalógík, þegar hann segir bankann hafa verið seldan á undirverði. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að alger sjálfsblekking hafi ríkt á meðal stjórnarliða, um að salan á Íslandsbanka hafi hingað til verið vel heppnuð. Hann benti á að á meðal markmiða stjórnvalda með sölunni hafi verið að fá hámarksverð fyrir bankann, sem hann telur að hafi ekki fengist. „Hvað svo sem ráðherra segir þá var það eitt helsta markmiðið, alla vega það sem þingið fékk í hendurnar, að hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Og raunin var sú að þrjátíu milljarða munur var á söluverði og markaðsverði. Ekki 55 milljarðar eins og ríkið fékk, heldur 85 milljarðar, sem það hefði átt að vera. Hvernig getur ráðherra sagt að salan hafi verið vel heppnuð þegar ríkissjóður tapaði 30 milljörðum króna?“ sagði Björn Leví. „Fengum mjög gott verð“ Útboðsgengið sem bankinn var seldur á var um fjórum prósentum lægra en markaðsvirði þá stundina. Það er sagt tíðkast í útboðum af þessari gerð. Bjarni sagði að hámarksverð fyrir bankann hafi ekki verið eina markmiðið með sölunni. Taka þyrfti mið af heildarniðurstöðunni. „Vorum við að fá fjárfesta sem vildu halda hlutnum til lengri tíma til dæmis, er það eftirsóknarvert yfirhöfuð að hafa dreift eignarhald, er skynsamlegt að leggja áherslu á að hafa bæði innlenda og erlenda aðila? Ég segi já við öllum þessum spurningum og með því erum við að segja að verðið ræður ekki eitt, en við fengum bæði í fyrra og í nýafstöðnu útboði mjög gott verð. Mjög gott verð,“ sagði Bjarni. Björn Leví spurði aftur: Eru þessir þættir sem þarna er lýst þrjátíu milljarða króna virði, af því að þeir skipti svo miklu máli líka? Bjarni sagði þá að í sambærilegum útboðum sé fyrirséð að verð félags hækki eftir útboð. „Tökum Síldarvinnsluna til dæmis. Gáfu eigendur Síldarvinnslunnar tugi milljarða með því að setja félagið á markað? Voru þeir að gefa nýjum hluthöfum tugi milljarða, en félagið hefur einmitt hækkað um tugi milljarða síðan það var skráð? Þetta er svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira