Árásarmaðurinn í Malmö vildi verða kennari Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 21:43 Blómvendir hafa verið lagðir utan við hlið Malmö Latin skólans þar sem 18 ára árásarmaður myrti tvo kennara skólans á mánudaginn. Vísir/AP Árásarmaðurinn sem myrti tvo kennara í Malmö á mánudag vildi sjálfur verða kennari. Starfsfólk skólans hafði margsinnis tilkynnt um einkennilega hegðun hans áður en árásin átti sér stað. Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað. Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Morðin á tveimur kennurum í framhaldsskóla í borginni Malmö í Svíþjóð hafa vakið töluverðan óhug. Árásarmaðurinn, sem er 18 ára gamall nemandi við skólann, réðst með öxi og hníf á tvær konur sem báðar eru kennarar við skólann. Hann var handtekinn tíu mínútum eftir að tilkynning um árásina barst til lögreglu. Árásarmaðurinn hringdi sjálfur í lögregluna og tilkynnti hvað hann hafði gert. Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja líf mannsins og púsla saman þeim bitum sem hún hefur í höndunum. Manninum hefur verið lýst sem óframfærnum einstakling sem spilaði tölvuleiki, teiknaði og fór í ræktina. Sérstök hegðun hans hafði vakið athygli starfsmanna skólans sem höfðu margsinnis tilkynnt hegðunina. Í starfsumsókn sem maðurinn sendi til borgaryfirvalda í Trelleborg, sem er rúma þrjátíu kílómetra frá Malmö, kemur fram að hann hafi viljað verða kennari þegar hann yrði eldri. Maðurinn er búsettur í Trelleborg. Malmö Latin skólinn er staðsettur í miðborg Malmö, aðeins nokkur hundruð metra frá lögreglustöð.Vísir/AP „Mig langar að starfa sem kennari þegar ég verð stór, starf sem einkennist af því að geta átt samskipti við aðra og kenna og það finnst mér áhugavert,“ skrifaði maðurinn í bréfið sem Svenska Dagbladet hefur birt hluta úr á heimasíðu sinni. „Að kynnast nýju fólki getur verið áhugavert þar sem það er skemmtilegt og þróar hæfileikann til samskipta,“ segir einnig í bréfinu. Hegðunin breyttist Síðustu mánuðina fyrir morðin hafði hegðun mannsins breyst en það kemur fram í samtölum sem lögreglan hefur átt við starfsmenn skólans. Hann hafði hagað sér undarlega í vetur og óttast var að eitthvað alvarlegt gæti gerst. Sama dag og morðin voru framin ræddi kennari um áhyggjur sínar af nemandanum við samstarfsfélaga sína Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi og hefur viðurkennt morðin. Lögfræðingur hans hefur ekkert viljað tjá sig um ástæðu morðanna og hvað varð til þess að maðurinn framdi verknaðinn. Hann segir að ákveðin atburður hafi átt sér stað í einkalífi mannsins fyrir skömmu sem túlka megi sem nokkurs konar kveikju að atburðinum. Hann segir árásina hafi snúist um fullorðna í skólanum en ekki samnemendur. Þá segir hann einnig að maðurinn hafi ákveðið að ráðast inn í skólann örfáum dögum áður en árásin átti sér stað.
Svíþjóð Tengdar fréttir Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. 21. mars 2022 22:44
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“