Þráinn Orri greiddi háan skatt fyrir tækifærið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 14:30 Þráinn Orri Jónsson leikur væntanlega ekki aftur handbolta fyrr en á næsta ári. vísir/vilhelm Þráinn Orri Jónsson, leikmaður handboltaliðs Hauka, verður frá keppni næstu mánuðina. Hann sleit krossband í hné í leik Íslands og Noregs um 5. sætið á EM í janúar. Þráinn hefur ekkert spilað síðan í leiknum gegn Norðmönnum en nokkurn tíma tók að greina hversu alvarleg meiðslin voru. Í síðustu viku fékkst það svo staðfest að krossband í vinstra hné væri slitið. „Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn í samtali við handbolta.is. Línumaðurinn sagði að tíðindin hefðu ekki komið sér á óvart. Hann hafi búist við því að meiðslin væru í alvarlegri kantinum. „Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Hinn 28 ára Þráinn var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið á EM eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar. Hann lék þrjá síðustu leiki Íslands á EM en það voru jafnframt hans fyrstu landsleikir á ferlinum. Þráinn skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik milliriðlakeppninnar. „Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn við handbolta.is. Eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi gekk Þráinn í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Þráinn hefur ekkert spilað síðan í leiknum gegn Norðmönnum en nokkurn tíma tók að greina hversu alvarleg meiðslin voru. Í síðustu viku fékkst það svo staðfest að krossband í vinstra hné væri slitið. „Ég fór í tvær myndatökur í vikunum eftir að ég kom heim. Í hvorugri var hægt að slá föstu um hvort krossbandið væri slitið eða ekki. Úr varð að ég fór í speglun á hnénu hjá Örnólfi [Valdimarssyni] í 18. mars. Í spegluninni var öllum vafa eytt. Krossbandið var slitið. Örnólfur lagaði krossbandið um í sömu aðgerð. Ég fékk tvo fyrir einn aðgerð,“ sagði Þráinn í samtali við handbolta.is. Línumaðurinn sagði að tíðindin hefðu ekki komið sér á óvart. Hann hafi búist við því að meiðslin væru í alvarlegri kantinum. „Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að spila aftur fyrr en í febrúar á næsta ári. Hinn 28 ára Þráinn var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið á EM eftir að hver leikmaðurinn á fætur öðrum hrökk úr skaftinu vegna kórónuveirunnar. Hann lék þrjá síðustu leiki Íslands á EM en það voru jafnframt hans fyrstu landsleikir á ferlinum. Þráinn skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik milliriðlakeppninnar. „Vissulega er þetta nokkuð hár skattur að greiða fyrir að hafa loksins fengið tækifæri til að leika með landsliðinu. En það þýðir ekki að hugsa um það enda hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri þótt svona hafi verið. Þetta hefur getað gerst á enn verri tíma og einhverstaðar annarsstaðar. Vonandi fæ ég síðar annað tækifæri með landsliðinu,“ sagði Þráinn við handbolta.is. Eftir nokkur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi gekk Þráinn í raðir Hauka fyrir síðasta tímabil. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita