Jón Daði Böðvarsson: Af og til kannski of mikil virðing Sverrir Mar Smárason skrifar 29. mars 2022 22:03 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu gegn því pólska. Getty/Mateusz Slodkowski Jón Daði Böðvarsson leiddi framlínu íslenska A-landsliðs karla í knattspyrnu í vondu 5-0 tapi gegn Spáni í Corona á Spáni í kvöld. Jón Daði sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og sagði leikinn hafa verið virkilega erfiðan. „Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara erfiður leikur frá fyrstu mínútu. Spánverjar eru gífurlega sterkt lið og við mættum ofjarli okkar í dag, það er ekkert flókið. Bara erfitt og við fáum á okkur ódýr mörk á köflum. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Við höfum lent í svona leikjum áður, við höfum tapað stórt áður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Það er bara mikilvægt fyrir okkur að þetta skilgreini okkur ekki og við höldum áfram að bæta okkur skref fyrir skref,“ sagði Jón Daði um leikinn. Íslenska liðinu gekk mjög illa að halda boltanum innan liðsins og náði það lítið að ógna fram á við. Jón Daði gat ekki alveg sett fingur á vandamálið en taldi leikmenn liðsins hafa gert margt vel. „Það er erfitt að segja [af hverju gekk ekki betur fram á við]. Við gerðum eiginlega okkar allra besta í þessum leik en það bara gekk ekki upp. Það var mjög erfitt að skapa færi miðað við hvernig þeir spila Spánverjarnir. Það er gífurlega erfitt að halda boltanum gegn þeim og þeir eru með heimsklassa leikmenn í sinni hápressu og öðru. Við hefðum kannski af og til getað stigið aðeins hærra upp á völlinn, vera aðeins hugrakkari í pressunni og látið þá aðeins meira hafa fyrir þessu. Af og til kannski of mikil virðing en eins og ég segi þá er þetta lið bara heimsklassa lið, þetta gekk ekki í dag svo leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Jón Daði. Jón bætti við, „ég bjóst alltaf við erfiðum leik. Auðvitað er maður alltaf með meiri væntingar að vera aðeins meira inni í leiknum og það voru væntingar okkar allra. Frá fyrstu mínútu var þetta einn af þessum leikjum þar sem þetta var bara erfitt og brekka. Það þarf bara að taka það jákvæða úr erfiðum leik.“ Jón telur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum í kvöld og að ungir leikmenn muni búa að þessari reynslu síðar á sínum landsliðsferli. „Það var margt jákvætt í þessu eins neikvæð og þessi úrslit voru. Það er góður lærdómur í þessu fyrir okkur sem erum í þessu og þá sérstaklega ungu strákana. Mér fannst þetta verkefni allt í allt bara mjög flott og margt jákvætt sem hægt er að taka út úr því fyrir júní-verkefnið sem er mikilvægasti leikurinn gegn Ísraelum,“ sagði Jón Daði að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50 Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
„Við mættum ofjörlum okkar í dag“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið hafi mætt ofjörlum sínum í dag er Ísland mátti þola 5-0 tap gegn Spánverjum í vináttulandsleik í fótbolta. 29. mars 2022 21:50
Umfjöllun: Spánn - Ísland 5-0 | Rótburst á Riazor Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Spánverjum í seinni leik þessa landsleikjaglugga á Corona á Spáni í kvöld. Leikurinn fór nánast að öllu leyti fram á vallarhelmingi Íslands og að lokum unnu Spánverjar sannfærandi 5-0 sigur á íslenska liðinu. 29. mars 2022 21:41