Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2022 14:00 Marianne Stidsen segir einnig að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu. Vísir/Getty Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann. Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi. MeToo Danmörk Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi.
MeToo Danmörk Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna