Grænar og ábyrgar fjárfestingar til framtíðar Sara Dögg Svanhildardóttir og Ásta Leonhards skrifa 5. apríl 2022 07:31 Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar